„Unglingarnir eru að gera mig brjálaða“

Vegan - ekki vegan, kjötæta, grænmetisæta eða jafnvel ketó! Eru …
Vegan - ekki vegan, kjötæta, grænmetisæta eða jafnvel ketó! Eru allir á heimilinu þínu að tileinka sér sama lífsstílinn? mbl.is/Colourbox

„Ung­ling­arn­ir eru að gera mig brjálaða!“ Eft­ir­far­andi orð voru lát­in falla af þreyttri hús­móður sem er að gef­ast upp á tveim­ur dætr­um sín­um sem hafa tekið upp veg­an lífs­stíl.

Það kann­ast marg­ir for­eldr­ar við, að það get­ur reynst erfitt að gera öll­um á heim­il­inu til geðs hvað kvöld­mat varðar. Hún Gem­ma Hann­an frá Chesterfield kann­ast vel við það, en hún á tvær ung­lings­stelp­ur á aldr­in­um 14 og 15 ára sem hafa báðar tekið upp veg­an líffs­stíl, en önn­ur þeirra borðar einnig mjólk­ur­vör­ur.

Stelp­urn­ar Char­lotte og Court­ney höfðu rætt það við móður sína að þær væru 100% skuld­bundn­ar nýju mataræði og settu fram nokkr­ar kröf­ur. Gem­ma Hann­an má ekki mat­reiða rétti fyr­ir sjálfa sig í sama ofni og mat­inn sem stelp­urn­ar fá, það þurfa að vera tveir ofn­ar á heim­il­inu. Eins má ekki nota sömu potta og pönn­ur eða eld­húsáhöld sem notuð eru þegar Gem­ma eld­ar kjötvör­ur. En þreytta móðirin reyn­ir eft­ir bestu getu að halda í regl­urn­ar til að hafa alla góða.

Gem­ma þakk­ar þó fyr­ir að ástandið sé ekki „verra“ á heim­il­inu þar sem hún veit til þess að aðrir ung­ling­ar á veg­an mataræði hafa hrein­lega komið fyr­ir ís­skáp í her­bergj­un­um sín­um til að mat­ur­inn þeirra snerti ör­ugg­lega ekki hrátt kjöt í ís­skáp heim­il­is­ins.

Gemma Hannan og yngsta dóttir hennar eru kjötætur, en unglingsstelpurnar …
Gem­ma Hann­an og yngsta dótt­ir henn­ar eru kjötæt­ur, en ung­lings­stelp­urn­ar Char­lotte og Court­ney eru veg­an. mbl.is/​skjá­skot af Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert