Fiskrétturinn sem allir falla fyrir

Fiskréttur sem kemur á óvart, með BBQ-sósu og mangósalsa.
Fiskréttur sem kemur á óvart, með BBQ-sósu og mangósalsa. mbl.is/Colourbox

Fisk­rétt­ur af betri gerðinni – hér er lax mar­in­eraður upp úr BBQ-sósu og bor­inn fram með hrís­grjón­um og fersku mangósalsa.

Fiskrétturinn sem allir falla fyrir

Vista Prenta

Fisk­rétt­ur­inn sem all­ir falla fyr­ir

  • 600 g lax
  • 2 msk. púður­syk­ur
  • 2 tsk. reykt paprikukrydd
  • 1 tsk. lauksalt
  • ¼ tsk. chilikrydd
  • 1 tsk. salt
  • 4 msk. ólífu­olía

Mangósalsa:

  • 1 mangó
  • 1 avóka­dó
  • 1 rauðlauk­ur
  • 1 rautt chili
  • Hand­fylli ferskt kórí­and­er
  • 2 msk. li­mes­afi
  • 1 tsk. fljót­andi hun­ang
  • Salt og pip­ar

Annað:

  • 4 dl hrís­grjón

Aðferð:

  1. Sjóðið hrís­grjón­in sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka.
  2. Hitið ofn­inn í 200°C.
  3. Leggið lax­inn með roðið niður á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  4. Hrærið sam­an púður­syk­ur, paprikukrydd, lauksalt, chili, salt og olíu í skál og smyrjið mar­in­er­ing­unni yfir lax­inn. Bakið í ofni í 15-20 mín­út­ur þar til fisk­ur­inn er eldaður í gegn.
  5. Mangósalsa: Fjar­lægið hýði og stein úr mangó­in­um og skerið í litla ten­inga. Skerið einnig avóka­dó í litla bita. Saxið rauðlauk og chili smátt og saxið kórí­and­er­inn gróf­lega. Veltið öllu sam­an í skál og hellið li­mes­afa og hun­angi yfir. Kryddið með salti og pip­ar.
  6. Setjið hrís­grjón­in í skál eða á djúpa diska. Tætið lax­inn og dreifið yfir hrís­grjón­in ásamt mangósalsa og berið strax fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert