Svona færðu börnin til að borða grænmetið

Áttu erfitt með að fá börnin á heimilinu til að …
Áttu erfitt með að fá börnin á heimilinu til að borða matinn sinn? mbl.is/Colourbox

Það getur reynst hvimleitt að þurfaað  berjast við börnin um að borða grænmetið og matinn sinn yfir höfuð á kvöldin. Og það er alls ekki gaman að þvinga brokkolí eða aspas ofan í barn sem neitar að smakka.

Í raun er mælst með því að láta sem þú sért ekkert að spá í hvort barnið sé að borða eða ekki. En krakkar eru með mjög sveiflukennda matarlyst – suma daga borða þau á við tvo fullorðna einstaklinga og hinn daginn er hungurverkfall.

Matarplan fyrir vikuna er ein leið til að fá reglu og rútínu. Þannig endarðu heldur ekki með að borða alltaf sömu réttina. Matarkassar (t.d. Eldum rétt) eru einnig tilvaldir fyrir þá sem fá lítinn tíma fyrir innkaup á daginn.

Nokkur ráð til að tækla matvonda gjemlinga

  • Nýttu þér alla þá liti sem finnast í ótal matvörum og vertu skapandi er þú eldar. Bæði börn og fullorðnir borða með augunum fyrst.
  • Reyndu að virkja alla fjölskylduna í nýja og fjölbreytta rétti með því að leyfa krökkunum að vera með í að velja hvað eigi að vera í matinn. Og leyfðu þeim að hjálpa til í eldhúsinu.
  • Borðaðu sjálf/ur allt það grænmeti sem er á boðstólum með bros á vör og án þess að tala of mikið um hvað sé „nýtt“ á borðinu.
  • Ekki þvinga barnið til að borða eitthvað nýtt. Taktu það rólega og fáðu barnið til að smakka lítinn bita. Það er ekki mikilvægt að borða mikið, heldur smakka á öllu.
  • Það krefst orku og tíma að hafa börn með í ráðum í eldhúsinu. Sparaðu þér tíma og slepptu innkaupum með því að kaupa tilbúnar matarkörfur og fáðu sent heim að dyrum.
  • Notaðu ímyndunaraflið og skerðu grænmetið út í skemmtileg munstur eða settu kjötbitana upp á trépinna til að barnið fái meiri ánægju af því að borða á leikrænan máta.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka