Pastarétturinn sem tekur kortér að útbúa

Ljósmynd/Linda Ben

Linda Ben á heiður­inn að þess­ari upp­skrift sem ætti að renna ljúf­lega niður á flest­um heim­ili­um enda tek­ur aðeins 15 mín­út­ur að búa rétt­inn til.

„Það besta við að elda rétt með ris­arækj­um er að það tek­ur mjög stutt­an tíma að þíða rækj­urn­ar. Ég kaupi yf­ir­leitt ris­arækj­ur frá Sæl­kera­fiski, tek þær úr umbúðunum og læt kalt vatn renna á þær, þá verða þær til­bún­ar til eld­un­ar á um það bil 30 mín­út­um,“ seg­ir Linda um upp­skrift­ina sem við hvetj­um ykk­ur til að prófa.

Pastarétturinn sem tekur kortér að útbúa

Vista Prenta

Kortérs ris­arækjup­asta í spicy hvít­laukstóm­atsósu

  • 400 g ris­arækj­ur frá Sæl­kera­fiski
  • 300 g spa­gettí
  • 1 lauk­ur
  • 5 hvít­lauks­geir­ar
  • 2 tsk. ít­ölsk krydd­blanda
  • Salt og pip­ar
  • ½ tsk. þurrkað chili-krydd
  • Hunt’s-pastasósa með hvít­lauk og lauk
  • 2 dl rjómi
  • 200 g kirsu­berjatóm­at­ar
  • 1 msk. smjör
  • Rif­inn par­mesanost­ur
  • Ferskt basil

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um á umbúðum þar til það er al dente (ekki al­veg full­soðið).
  2. Setjið olíu á pönn­una, skerið lauk­inn smátt niður og steikið hann þar til hann er orðinn mjúk­ur og glær. Pressið hvít­lauk­inn í gegn­um hvit­lauk­spressu (eða skerið smátt niður).
  3. Bætið ris­arækj­un­um á pönn­una og kryddið. Þegar ris­arækj­urn­ar eru byrjaðar að verða bleik­ar, bætið þá pastasós­unni út á ásamt rjóm­an­um. Bætið tómöt­un­um út í. Smakkið til og bætið kryddi út í eft­ir smekk.
  4. Hellið vatn­inu af past­anu og bætið því út í sós­una. Setjið smjör út í og blandið öllu sam­an.
  5. Berið fram með par­mesanosti og ferskri basil.
Ljós­mynd/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert