Samstarfsverkefni Rúriks Gíslasonar afhjúpað

Rúrik Gíslason hefur hafið samstarf við þekktasta kristalsframleiðanda Danmerkur, Glacier …
Rúrik Gíslason hefur hafið samstarf við þekktasta kristalsframleiðanda Danmerkur, Glacier gin x Frederik Bagger. mbl.is/Stefán John Turner

Okkar ástsæli fótboltamaður Rúrik Gíslason, hóf samstarf við þekktasta kristalsframleiðanda Danmerkur og fyrstu vörurnar voru að líta dagsins ljós.

Við sögðum frá því fyrr á árinu að Rúrik Gíslason væri kominn í samstarf við danska hönnuðinn Frederik Bagger, sem hannar þau allra fallegustu kristalsglös sem finnast í dag. En eins og flestir vita er Rúrik einn af eigendum ginfyrirtækisins Glacier Gin.

Afurð þessara tveggja vörumerkja var afhjúpuð nú á dögunum og útkoman er stórkostleg. Tvö glös sem setja svo sannarlega stemninguna á borðið! Glösin eru á fæti og kallast „Sapphire Madame“ og „Sapphire Monsieur“ – og koma í jökla-blágráum litatón.

Glösin eru væntanleg til landsins en í augnablikinu er hægt að leggja inn forpantanir — það er Epal sem er endursöluaðili Frederik Bagger hér á landi.

Ný glös! Sapphire Madame og Sapphire Monsiour, eiga eftir að …
Ný glös! Sapphire Madame og Sapphire Monsiour, eiga eftir að verða hluti af borðhaldi víða á næstunni. mbl.is/Frederik Bagger
mbl.is/Glacier gin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert