Brjálæðislega gott frittata

Frittata eins og það gerist best.
Frittata eins og það gerist best. mbl.is/Colourbox

Frittata er stórkostlegur réttur að svo mörgu leyti. Rétturinn er einfaldur í framreiðslu, bragðgóður og skemmtilegur að bera fram. Svo inniheldur hann oftast helling af litríku grænmeti.

Brjálæðislega gott frittata

  • 1 laukur
  • 250 g litlir tómatar
  • 200 g spínat
  • 300 g kartöflur, soðnar
  • 100 g parmaskinka
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 4 egg
  • 1 dl sýrður rjómi
  • salt og pipar
  • 1 stór mozzarellakúla

Annað:

  • Radísubúnt
  • púrrulaukur
  • rúgbrauð

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175°C.
  2. Saxið laukinn og skerið tómatana í skífur eða til helminga. Skerið kartöflurnar í skífur og skinkuna í minni bita.
  3. Hitið olíu á pönnu sem þolir að fara inn í heitan ofn (má líka vinna allt á pönnunni og setja í annars konar form). Steikið lauk, pressaðan hvítlauk og kartöflur í þrjár mínútur og bætið þá spínatinu saman við. Þegar spínatið hefur fallið saman, takið þá pönnuna af hitanum og setjið tómatana út á pönnuna.
  4. Pískið egg saman við sýrðan rjóma og hellið á pönnuna. Blandið vel saman. Bætið parmaskinkunni við og kryddið með salti og pipar.
  5. Rífið mozzarella í litla bita og dreifið yfir réttinn. Setjið pönnuna inn í heitan ofn (eða í annað form og inn í ofn).
  6. Bakið í 25 mínútur þar til gyllt á lit.
  7. Skerið radísur í skífur og saxið púrrulauk og toppið réttinn áður en hann er borinn fram. Berið fram með rúgbrauði eða öðru góðu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert