Heimagerð pítsa með æðislegum botni

Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Snorri á Mat­ur & mynd­ir er hér með pítsu upp­skrift sem hann seg­ir mjög ein­falda en skili æðis­leg­um pítsa­botni. „Hún krefst smá þol­in­mæði þar sem deigið þarf að taka sig í 2 daga áður en pizzurn­ar eru bakaðar. Allt vel þess virði samt," seg­ir Snorri.

„Mis­tök­in sem sum­ir gera er að hlaða allt of mik­illi sósu og áleggi á pizzurn­ar sín­ar en það get­ur orðið til þess að pizz­an bak­ist illa og verði of blaut í miðjunni. Minna get­ur nefni­lega oft verið meira þegar kem­ur að því að baka sér hina full­komnu pizzu."

Heimagerð pítsa með æðislegum botni

Vista Prenta

Pizza með Ítölsku salami, rauðlauk, rós­marín og heima­lagaðri pizzasósu

Fyr­ir 2 pizz­ur:

  • Brauðhveiti, 420 g + smá meira til að vinna með
  • Syk­ur, 10 g
  • Borðsalt, 7 g
  • Þurr­ger, 7 g
  • Ólífu­olía, 2 msk.
  • Vatn, 280 g
  • San Marzano tóm­at­ar, 1 dós
  • Basil, 1 stilk­ur + lauf
  • Hvít­lauksrif, 1 stk lítið
  • Hun­ang, 1 tsk.
  • Piccan­te, Sterk Ítölsk salami, 75 g / Tariello, fæst í Hag­kaup
  • Rauðlauk­ur, ½ lít­ill
  • Rós­marín, 1 stór stilk­ur
  • Mozzar­ellakúla, 1 stk.
  • Chili­fræ, eft­ir smekk
  • Par­mesanost­ur, eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið vatnið í um 30-40 sek í ör­bylgju­ofni þar til það er orðið vel volgt en ekki heitt.
  2. Setjið hveiti, syk­ur, salt og þurr­ger í mat­vinnslu­vél og látið vél­ina ganga í stutt­um hrin­um í 4-5 skipti þar til allt hef­ur sam­lag­ast vel. Hellið vatni og ólífu­olíu yfir hveiti­blönd­una og látið vél­ina ganga sam­fleytt í 15 sek þar til deig­kúla hef­ur mynd­ast. Látið vél­ina svo ganga í 15 sek til viðbót­ar.
  3. Stráið smá hveiti á borð og takið deigið úr mat­vinnslu­vél­inni. Hnoðið deigið í stutta stund og myndið úr því kúlu. Spreyið eða smyrjið stóra skál með olíu og færið deigið í skál­ina. Hyljið með matarfilmu og setjið í kæli í 2 sól­ar­hringa.
  4. Takið deigið úr kæli 2 klst áður en baka á pizzurn­ar. Skiptið deig­inu í tvennt og myndið úr því 2 kúl­ur. Færið kúl­urn­ar í skál­ar og hyljið með matarfilmu. Látið deigið jafna sig við stofu­hita í amk 2 klst.
  5. Stillið ofn á 250 °C með yfir og und­ir­hita og setjið bök­un­ar­plötu eða pizza­stein inn í ofn­inn til þess að hitna á meðan unnið er í öðru.
  6. Setjið smá olíu í lít­inn pott og stillið á miðlungs­hita. Pressið hvít­lauksrif sam­an við og steikið í um 1 mín eða þar til hvít­lauk­ur­inn er far­inn að ilma. Kremjið San Marzano tóm­at­ana með hönd­un­um og bætið út í pott­inn ásamt vökv­an­um úr dós­inni, basil stilkn­um og 1 tsk af hun­angi. Náið upp suðu og lækkið svo hit­ann svo það malli hraust­lega í pott­in­um. Látið malla í um 15 mín eða þar til sós­an þykk­ist aðeins og smakkið svo til með salti.
  7. Sneiðið salami í þunn­ar sneiðar, saxið rauðlauk gróf­lega og týnið rós­marín lauf­in af stilkn­um og saxið gróf­lega.
  8. Notið hend­urn­ar til þess að fletja botn­inn út í um 25 cm hring. Best er að vinna út frá miðju deigs­ins í átt að kant­in­um og reyna að hlífa um 2 cm af kant­in­um við sem mestu hnjaski, en þannig er gasinu sem hef­ur mynd­ast yfir síðustu 2 daga ýtt út í kant­inn sem verður til þess að hann lyft­ist mun bet­ur.
  9. Smyrjið sósu á botn­inn og rífið mozzar­ella­ost yfir. Dreifið salami yfir ásamt rauðlauk, rós­marín, chili­f­lög­um eft­ir smekk og rífið að lok­um par­mesanost yfir.
  10. Bakið á pizza­steini eða for­hitaðri bök­un­ar­plötu í neðstu grind í ofni í um 8-10 mín.
Ljós­mynd/​Snorri Guðmunds­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert