Hvernig gestur ert þú á veitingastað? Þjónar á veitingahúsum hafa ýmsar áhugaverðar skoðanir um okkur gestina. Kannski eitthvað sem við mættum taka til endurskoðunar?
Smella fingrum
„Ekki smella fingrum eða veifa höndunum – ég sé þig,“ er haft eftir þjóni á ónefndum veitingastað. „Ég er augljóslega að sinna öðrum viðskiptavini sem er jafn mikilvægur og þú.“
Panta mat rétt fyrir lokun
Eitt sem fólk í þjónustugeiranum þolir ekki er þegar viðskiptavinur kemur inn á staðinn þremur mínútum fyrir lokun og segir „vúhú, við réttum náðum þessu“. Iðulega er fólkið á veitingastaðnum búið að standa vaktina í 12 tíma og getur ekki beðið eftir að komast heim til sín.
Finna sér sæti
Þjónar vilja alls ekki að þú vísir þér sjálfur til sætis þegar þú kemur á staðinn. Þeir segja að viðskiptavinir líti oft á sig sem þjóna en ekki gesti á staðnum. Yfirleitt er búið að deila upp borðum fyrir hvern og einn þjón og það fer allt í vitleysu ef viðskiptavinir fara að ákveða sjálfir hvar þeir setjast niður.
Setja ruslið í glösin
Sumir eiga það til að troða öllu rusli ofan í tóm glösin eftir mat. Þjónar þola þetta ekki og segjast frekar vilja þrífa borðið eins og vaninn er en að þurfa brjóta glasið til að ná öllu því sem hefur verið skóflað þar niður.
Stafla diskunum saman
Það er í góðu lagi að stafla diskum saman eftir góða máltíð, svo lengi sem þú hefur hreinsað allar matarleifar af. Það verður tíu sinnum erfiðara fyrir þjóninn að burðast með haugaskítuga diska sem jafnvel eru með kjötbeinum og hnífapörum á öðrum hverjum diski.
Rugla matseðlunum saman
Enn eitt sem þjónar kvarta yfir er þegar fólk tekur t.d. drykkjarseðilinn og treður honum inn í aðalmatseðilinn. Þetta skapar aukavinnu fyrir þjóninn þegar þú hefur lokið við að panta og réttir honum matseðlana til baka.