Auglýsingin sem KFC tók úr birtingu

KFC sýndi nýverið auglýsingu sem þeir hafa tekið úr birtingu …
KFC sýndi nýverið auglýsingu sem þeir hafa tekið úr birtingu sökum kórónaveirunnar. mbl.is/kfcjamaica.com

Fyr­ir nokkru birti skyndi­bita­keðjan KFC nýja aug­lýs­ingu á skján­um í Bretlandi sem al­menn­ing­ur kvartaði harðlega yfir – í ljósi ástands­ins í heim­in­um í dag.

Aug­lýs­ing­in kall­ast „The Piano“ og sýn­ir leik­ræna til­b­urði und­ir merk­is­línu fyr­ir­tæk­is­ins „Fin­ger-lick­ing good“. Í aug­lýs­ing­unni má sjá tugi fólks á op­in­ber­um stöðum borða KFC kjúk­ling og sleikja á sér fing­urna þess á milli.

Á annnað hundrað manns kvörtuðu und­an aug­lýs­ing­unni þar sem á sama tíma var verið að biðja al­menn­ing að þvo á sér hend­urn­ar og spritta sök­um út­breiðslu kór­óna­veirunn­ar í heim­in­um. Fólk sagði aug­lýs­ing­una óá­byrga og hvetja til hegðunar sem gæti dreift vírusn­um enn frek­ar.

For­svars­menn KFC sögðust taka aug­lýs­ing­una úr birt­ingu að þessu sinni í ljósi aðstæðna, en jafn­framt hlakka til þegar þeir gætu kastað henni aft­ur á skjá­inn þar sem þeir væru stolt­ir af aug­lýs­ing­unni sem slíkri. Hér fyr­ir neðan má sjá aug­lýs­ing­una í heild. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert