Tannburstatrixið sem þú verður að kunna

Hér er snilldar tannburstatrix sem réttir hárin á burstanum á …
Hér er snilldar tannburstatrix sem réttir hárin á burstanum á svipstundu. mbl.is/Colourbox

Meginreglan er sú að henda tannburstanum þegar hárin byrja að bogna. En það er allur gangur á því hversu fljótt þau byrja að bogna og oft engin þörf á að skipta út svo fljótt. Hér er tannburstatrix sem vert er að kunna.

Hvenær á að skipta út tannburstanum?
Hversu oft skiptir þú um tannbursta – á tveggja vikna fresti, mánaðarfresti eða þriggja mánaða fresti? Ef við höldum okkur við þá reglu að skipta út burstanum þegar hárin byrja að bogna, þá mun tannburstakostnaðurinn hlaupa hratt upp ef kaupa á nýja bursta fyrir alla fjölskylduna þó að einn tannbursti sem slíkur kosti ekki mikið.

Tannburstatrixið
Á youtuberásinni „Mad Science Hacks“ er sýnt hvernig megi rétta úr hárunum með aðferð sem virkar. Það sem þú þarft að gera er að hræra með tannburstanum í skál með sjóðandi heitu vatni, og það má gjarnan myndast lítill hvirfilbylur í vatninu. Eftir nokkrar mínútur verður tannburstinn sem nýr!

Og það er ekki bara gott fyrir hárin að komast í heitt vatnsbað, því þú drepur allar bakteríur og sýkla í leiðinni og í raun er gott fyrir tannburstann að komast í sjóðandi heitt vatn í það minnsta einu sinni í viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert