Gómsætur ketóborgari með guacamole

Ljósmynd/Colourbox

Hamborgarar eru alltaf vinsælir, sama í hvaða formi þeir eru. Hér er einn gómsætur borgari sem þú munt falla fyrir – jafnvel þótt þú sért ekki á ketómataræðinu.

Gómsætur ketóborgari með guacamole

  • 300 g nautahakk
  • 2 tsk. worchestershiresósa
  • 50 g chorizo
  • salt og pipar
  • smjör til steikingar
  • cheddarostur

Guacamole:

  • 1 avocado
  • límónusafi
  • smávegis af kummíni
  • ½ tsk. chiliflögur
  • salt og pipar

Annað:

  • ¼ rauðlaukur
  • salat að eigin vali
  • chilimajó

Aðferð:

  1. Blandið nautahakkinu saman við worchestershiresósuna, salt og pipar.
  2. Skerið chorizo í bita og blandið saman við nautahakkið.
  3. Formið kjötið í tvö buff.
  4. Bræðið smjörið á pönnu og steikið hamborgarana á háum hita. Lækkið hitann og setjið cheddarost ofan á buffin og takið af pönnunni þegar osturinn er bráðnaður.
  5. Maukið avókadóið saman við límónu, kummín, chiliflögur, salt og pipar. Smakkið til og bætið við hráefnum sem vantar.
  6. Skerið rauðlaukinn og skolið salatið.
  7. Berið hamborgarana fram á salati og dreifið guacamole og laufi ofan á. Smá chilimajó yfir allt setur svo punktinn yfir i-ið.
Ketó borgari af allra bestu gerð - gjörið svo vel.
Ketó borgari af allra bestu gerð - gjörið svo vel. mbl.is/Madbanditten.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert