Morgunmaturinn sem mettar alla fjölskylduna

Hefur þú smakkað bakaðan hafragraut með bláberjum?
Hefur þú smakkað bakaðan hafragraut með bláberjum? mbl.is/Colourbox

Ein­föld og stór­snjöll upp­skrift að morg­un­mat sem öll fjöl­skyld­an mun elska. Hafra­graut­ur hér í dul­bún­ingi sem nokk­urs kon­ar baka – frá­bær til­breyt­ing frá þess­um gamla góða.

Morg­un­mat­ur­inn sem mett­ar alla fjöl­skyld­una

Vista Prenta

Bakaður hafra­graut­ur sem mett­ar alla fjöl­skyld­una

  • 1 msk. smjör til að smyrja formið
  • 200 g haframjöl
  • 100 g spelt­flög­ur
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. kanill
  • salt á hnífsoddi
  • 75 g val­hnet­ur
  • 1 dl síróp
  • 1 egg
  • 3 msk. olía
  • 125 g blá­ber

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C. Smyrjið formið.
  2. Blandið í stóra skál haframjöli, spelt­flög­um, lyfti­dufti, kanil og salti. Saxið val­hnet­urn­ar gróft og blandið sam­an við.
  3. Pískið síróp, mjólk, egg og olíu sam­an og hellið sam­an við þur­refn­in. Bætið blá­berj­um út í og blandið öllu vel sam­an.
  4. Hellið blönd­unni í smurt form og bakið í 30-35 mín­út­ur þar til hún hef­ur tekið sig og er orðin gyllt á lit.
  5. Berið fram með sírópi og hreinni jóg­úrt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert