Morgunmaturinn sem mettar alla fjölskylduna

Hefur þú smakkað bakaðan hafragraut með bláberjum?
Hefur þú smakkað bakaðan hafragraut með bláberjum? mbl.is/Colourbox

Einföld og stórsnjöll uppskrift að morgunmat sem öll fjölskyldan mun elska. Hafragrautur hér í dulbúningi sem nokkurs konar baka – frábær tilbreyting frá þessum gamla góða.

Bakaður hafragrautur sem mettar alla fjölskylduna

  • 1 msk. smjör til að smyrja formið
  • 200 g haframjöl
  • 100 g speltflögur
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. kanill
  • salt á hnífsoddi
  • 75 g valhnetur
  • 1 dl síróp
  • 1 egg
  • 3 msk. olía
  • 125 g bláber

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið formið.
  2. Blandið í stóra skál haframjöli, speltflögum, lyftidufti, kanil og salti. Saxið valhneturnar gróft og blandið saman við.
  3. Pískið síróp, mjólk, egg og olíu saman og hellið saman við þurrefnin. Bætið bláberjum út í og blandið öllu vel saman.
  4. Hellið blöndunni í smurt form og bakið í 30-35 mínútur þar til hún hefur tekið sig og er orðin gyllt á lit.
  5. Berið fram með sírópi og hreinni jógúrt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka