Einföld og stórsnjöll uppskrift að morgunmat sem öll fjölskyldan mun elska. Hafragrautur hér í dulbúningi sem nokkurs konar baka – frábær tilbreyting frá þessum gamla góða.
Bakaður hafragrautur sem mettar alla fjölskylduna
- 1 msk. smjör til að smyrja formið
- 200 g haframjöl
- 100 g speltflögur
- 1 tsk. lyftiduft
- 1 tsk. kanill
- salt á hnífsoddi
- 75 g valhnetur
- 1 dl síróp
- 1 egg
- 3 msk. olía
- 125 g bláber
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið formið.
- Blandið í stóra skál haframjöli, speltflögum, lyftidufti, kanil og salti. Saxið valhneturnar gróft og blandið saman við.
- Pískið síróp, mjólk, egg og olíu saman og hellið saman við þurrefnin. Bætið bláberjum út í og blandið öllu vel saman.
- Hellið blöndunni í smurt form og bakið í 30-35 mínútur þar til hún hefur tekið sig og er orðin gyllt á lit.
- Berið fram með sírópi og hreinni jógúrt.