Morgunmúffur sem þú getur ekki staðist

mbl.is/Frederikkewærens.dk

Við elsk­um góðar morg­un­múff­ur – og þá sér­stak­lega um helg­ar. Hér eru þær mjúk­ar og full­ar af orku og henta því vel í bröns­inn eða sem snakk­biti seinnipart­inn þegar úlfa­tím­inn hring­ir bjöll­unni á heim­il­inu.

Morgunmúffur sem þú getur ekki staðist

Vista Prenta

Morg­un­múff­ur sem þú get­ur ekki staðist (9 stk.)

  • 3 dl súr­mjólk
  • 3 dl haframjöl
  • 2 egg
  • 2 msk. hun­ang, fljót­andi
  • ¾ dl rap­sol­ía eða önn­ur álíka
  • 225 g þurrkaðir ávext­ir, t.d. döðlur, apríkós­ur, fíkj­ur eða rús­ín­ur
  • 75 g hesli­hnet­ur, gróf­hakkaðar
  • 120 g hveiti
  • salt á hnífsoddi
  • 2 tsk. lyfti­duft

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C á blæstri.
  2. Blandið súr­mjólk og haframjöli sam­an.
  3. Pískið egg og hun­ang þar til létt og loft­kennt og bætið þá rap­sol­í­unni sam­an við.
  4. Saxið þurrkuðu ávext­ina og setjið út í eggja­blönd­una ásamt söxuðu hnet­un­um.
  5. Blandið hveiti, salti og lyfti­dufti sam­an og veltið upp úr deig­inu ásamt súr­mjólk­inni og haframjöl­inu.
  6. Hellið deig­inu í níu form og bakið í ofni í 25-30 mín­út­ur.
  7. Látið múff­urn­ar kólna og njótið.

Upp­skrift: Frederikke Wær­ens

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljós­mynd/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert