Við elskum góðar morgunmúffur – og þá sérstaklega um helgar. Hér eru þær mjúkar og fullar af orku og henta því vel í brönsinn eða sem snakkbiti seinnipartinn þegar úlfatíminn hringir bjöllunni á heimilinu.
Morgunmúffur sem þú getur ekki staðist (9 stk.)
- 3 dl súrmjólk
- 3 dl haframjöl
- 2 egg
- 2 msk. hunang, fljótandi
- ¾ dl rapsolía eða önnur álíka
- 225 g þurrkaðir ávextir, t.d. döðlur, apríkósur, fíkjur eða rúsínur
- 75 g heslihnetur, grófhakkaðar
- 120 g hveiti
- salt á hnífsoddi
- 2 tsk. lyftiduft
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200°C á blæstri.
- Blandið súrmjólk og haframjöli saman.
- Pískið egg og hunang þar til létt og loftkennt og bætið þá rapsolíunni saman við.
- Saxið þurrkuðu ávextina og setjið út í eggjablönduna ásamt söxuðu hnetunum.
- Blandið hveiti, salti og lyftidufti saman og veltið upp úr deiginu ásamt súrmjólkinni og haframjölinu.
- Hellið deiginu í níu form og bakið í ofni í 25-30 mínútur.
- Látið múffurnar kólna og njótið.
Uppskrift: Frederikke Wærens
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl