Það þarf ekkert að beita fortölum til að fá okkur til að borða nachos í morgunmat – við erum alltaf til í það. Hér er klassískur nacho- réttur útbúinn sem morgunþruma með hrærðum eggjum. Réttur sem rífur þig á fætur.
Rétturinn sem rífur þig á fætur
- 6 stór egg
- ½ msk. canola-olía
- 150 g nachos-flögur
- 1 bolli Montery Jack-ostur, rifinn
- ¼ bolli jalapenjo
- 1 avókadó, skorinn í þunnar sneiðar
- 1 bolli ferskt tómatasalsa (tómatar, laukur og kóríander blandað saman)
- 2 msk. kóríander, saxað
- sýrður rjómi
- lime
Aðferð:
- Sláið eggin út með ¼ tsk. af salti. Takið fram pönnu sem má fara inn í ofn og hitið olíu á meðalhita. Setjið eggin á pönnuna og hrærið varlega í í 3-4 mínútur. Setjið í skál og til hliðar. Þurrkið það mesta af pönnunni.
- Hitið ofninn á grillstillingu. Dreifið helmingnum af nachos-flögunum á pönnuna og helmingnum af ostinum þar yfir. Setjið hinn helminginn af flögunum yfir og restina af ostinum. Því næst koma eggin og jalapenjo. Hitið í ofni þar til osturinn byrjar að bráðna og flögurnar brúnast – í sirka 1-2 mínútur.
- Takið úr ofni og toppið með avókadó, kóríander og tómatasalsa.
- Berið fram með sýrðum rjóma og lime-skífum ef vill.