Fimm atriði sem eyðileggja handklæðin þín

mbl.is/Colourbox

Hef­urðu velt því fyr­ir þér af hverju ný hand­klæði verða stíf eft­ir þvott? Og af hverju þau missa lit­inn svona fljótt? Og hvernig við náum and­lits­farðanum úr? Þá er ef­laust eitt­hvað af þess­um fimm ráðum að fara fram­hjá þér.

Þú þurrk­ar ekki hand­klæðin rétt
Ef þú þurrk­ar hand­klæðin ekki rétt eft­ir þvott munu þræðirn­ir í efn­inu skemm­ast og því verður hand­klæðið stíft. Hengdu hand­klæðin upp eft­ir þvott þannig að þau nái að „anda“. Ef þú þurrk­ar hand­klæðin í þurrk­ara skaltu hrista þau aðeins áður en þú set­ur í þurrk­ar­ann – þannig los­arðu um allt sem sit­ur eft­ir á yf­ir­borði hand­klæðis­ins eft­ir þvott.

Þú not­ar of mikið þvotta­efni

Of mikið þvotta­efni ger­ir hand­klæðin stíf og það þarf ekki mikið til. Hand­klæði draga í sig sápurest­ar af lík­am­an­um og í raun væri betra að nota edik í stað þvotta­efn­is. Í raun get­urðu minnkað þvotta­efn­is­skammt­inn um helm­ing frá því sem þú ert van­ur/​vön að nota. Ef hand­klæðin eru mjög skít­ug skaltu frek­ar lengja skol­un­ar­tím­ann en auka magn þvotta­efn­is­ins.

Þú not­ar mýk­ing­ar­efni

Mýk­ing­ar­efni hindr­ar hand­klæðið í að draga í sig raka og get­ur myndað eins kon­ar vaxá­ferð á yf­ir­borðinu. Forðastu að nota mýk­ing­ar­efni. Notaðu frek­ar tvo tenn­is­bolta í þurrk­ar­ann þar sem þeir hjálpa til við að halda hand­klæðunum dún­mjúk­um.

Þú not­ar hand­klæði til að þrífa and­lits­farða

And­lits­farða í hand­klæðum er ekki bara ljótt að sjá held­ur er erfitt að ná hon­um úr og hann fest­ist oft á tíðum. Notaðu frek­ar and­lit­s­klúta til að þrífa farðann. Ef þú hef­ur notað hand­klæði í verkið, prófaðu þá að setja smá and­lits­hreinsi á blett­inn áður en þú set­ur hand­klæðið í vél­ina.

Þú þværð lituð hand­klæði á allt of háum hita

Hvít hand­klæði þola vel háan hita en lituð hand­klæði geta misst lit­inn og orðið harðari viðkomu. Þvoðu hand­klæðin á 60° og lengdu frek­ar skol­un­ar­tím­ann en að bæta á þvotta­efnið.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Fimm ráð til að lengja lífið í handklæðunum þínum.
Fimm ráð til að lengja lífið í hand­klæðunum þínum. mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert