Páskaeggin eru komin hjá Royal Copenhagen

Splúnkunýtt frá Royal Copenhagen! Vorið er komið hjá þeim þar …
Splúnkunýtt frá Royal Copenhagen! Vorið er komið hjá þeim þar ytra. mbl.is/Royalcopenhagen.com

Litlu páska­egg­in frá Royal Copen­hagen eru mætt og hvert öðru fal­legra. Blóm­leg munst­ur og vor­leg­ir lit­ir eru alls­ráðandi með hækk­andi sól.

Við sjá­um heil­an blómag­arð í ár í vor­línu Royal Copen­hagen — sem gleður okk­ur með litlu páska­eggj­un­um sín­um sem munu skreyta hvert það rými þar sem þau lenda. Lit­irn­ir eru bjart­ir og mjúk­ir og munstr­in færa okk­ur nær nátt­úr­unni. Það sem ein­kenn­ir egg­in í ár er að sum þeirra prýðir blóma­munst­ur í yf­ir­stærð.

Annað nýtt frá Royal Copen­hagen er blóma­vasi og box, en boxið er eins og stórt egg sem hægt er að opna og þá geyma sykraða mola eða önn­ur leynd­ar­mál.

mbl.is/​Royalcopen­hagen.com
mbl.is/​Royalcopen­hagen.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert