Ikea og Pizza Hut taka höndum saman

Þriggja leggja borð er nýtt samstarfsverkefni Ikea og Pizza Hut.
Þriggja leggja borð er nýtt samstarfsverkefni Ikea og Pizza Hut. mbl.is/Ikea

Þið þekkið litla hring­laga plast­stykkið sem hindr­ar að pizza­kass­inn falli á sjálfa pizzuna? Plast­stykkið hef­ur nú verið sett í yf­ir­stærð og í fram­leiðslu sem borð í nýju sam­starfs­verk­efni Ikea og Pizza Hut.

Þriggja leggja borðið heit­ir SÄVA og er fá­an­legt í tak­mörkuðu magni, þá ein­göngu í Ikea í Hong Kong. Þrír hvít­ir fæt­ur sting­ast út úr hring­laga borðplöt­unni og eru ná­kvæm eft­ir­lík­ing að pizza-stykk­inu. Fyr­ir miðju borðsins má svo sjá vörumerki Pizza Hut, þrykkt í borðplöt­una.

Og til að full­komna vör­una, þá kem­ur borðið flat­pakkað eins og flest allt hjá Ikea, og það í stór­um pizza­kassa. Borðinu fylgja sam­setn­inga­leiðbein­ing­ar en á þeim má einnig finna leiðbein­ing­ar hvernig þú pant­ar pizzu og legg­ur hana á borðið. En Pizza Hut hef­ur bætt sér­stakri pizzu á mat­seðil­inn út af sam­starf­inu sem inni­held­ur sænsk­ar kjöt­boll­ur.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is/​Ikea
mbl.is/​Ikea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert