Eldriborgaraeldhús í Tókýó sem kemur á óvart

Þetta stórkostlega eldhús má finna í íbúð í Tokyo.
Þetta stórkostlega eldhús má finna í íbúð í Tokyo. mbl.is/Jan Vranovsky

Tyggjóbleikt eldhús og grænröndótt vatnsmelónugólf eru nokkrir af þeim eiginleikum sem finnast í 160 fermetra íbúð í Tókýó.

Íbúðin var áður, langt frá því sem við sjáum hér í dag – með litlum herbergjum eftir löngum þröngum gangi. Loftin voru það lág að þú gast nánast snert þau, og gluggar voru það litlir að þeir hleyptu lítilli birtu inn.

Hér búa hjón sem komin eru á eftirlaun, en þau fengu hönnuðinn Adam Nathaniel Furman, til að endurskipuleggja heimilið þeirra að „hamingjustað“ - þar sem gleði og léttleiki væri allsráðandi. Adam Furman á litríkan feril að baki og er með mikla ástríðu þegar kemur að því að gera tilraunir með hönnun og liti – og var þetta verkefni engin undantekning.

Adam Furman byrjaði á því að stækka rýmin og áherslan var lögð á eldhúsið, sem átti að prýða bleikum lit. Og það leið ekki á löngu þar til heimilið allt var kallað „bubblegum flat“. En í bleika eldhúsinu má sjá fallega bláar flísar á móti grænröndóttum dúk sem minnir á vatnsmelónu. Eldhúsið tengist litlum borðkrók og borðstofu, þar sem ljósfjólublátt teppi er á gólfum, líkt og mjúkur svampbotn að ganga á. En Adam Furman segir sjálfur að hann hafi þróað verkefnið með tilvísanir í matreiðslu og því sé litasamsetningin eins og hráefni í góða köku.

Frísklegir litir eru gegnumgangandi í íbúðinni þar sem fjólublár, gulur, blár og appelsínugulur eru allsráðandi – og þá er baðherbergið engin undantekning. Hér er óhætt að segja að húsráðendur hafi tekið djarfa ákvörðun sem væri gaman að sjá fleiri gera.

Hér má sjá gólfefnið í eldhúsinu sem minnir einna helst …
Hér má sjá gólfefnið í eldhúsinu sem minnir einna helst á vatnsmelónu. mbl.is/Jan Vranovsky
mbl.is/Jan Vranovsky
Borðstofan prýðir dúnamjúkt fjólublátt teppi.
Borðstofan prýðir dúnamjúkt fjólublátt teppi. mbl.is/Jan Vranovsky
Baðherbergið er geggjað!
Baðherbergið er geggjað! mbl.is/Jan Vranovsky
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka