Ólífusnakkið sem saumaklúbburinn elskar

Djúpsteiktar og fylltar ólífur er það eina sem við hugsum …
Djúpsteiktar og fylltar ólífur er það eina sem við hugsum um þessa dagana. mbl.is/Ottolenghi.co.uk

Það er með vina­hópn­um eða í sauma­klúbbn­um sem svona snakk­bit­ar eiga að smakk­ast. Hér er búið að fylla ólíf­ur með feta­osti, velta upp úr brauðraspi og steikja. Hér er líka upp­lagt að nota geita­ost í stað feta fyr­ir þá sem það vilja.

Upp­skrift­in er frá Yotam Ottoleng­hi sem er með þeim snjall­ari í brans­an­um en heimasíðuna hans er hægt að nálg­ast HÉR.

Ólífusnakkið sem saumaklúbburinn elskar

Vista Prenta

Ólífusnakkið sem sauma­klúbbur­inn elsk­ar

  • 20-30 medi­um stór­ar græn­ar ólíf­ur
  • 50 g fetakubb­ur, mul­inn
  • 3 msk. hveiti
  • ½ tsk. pip­ar
  • ½ tsk. chili flög­ur
  • 1 egg
  • 80 g pan­ko brauðrasp
  • 300 ml góð olía til steik­ing­ar

Aðferð:

  1. Fyllið hverja ólífu vel með feta­osti og þurrkið ólíf­urn­ar svo hrein­ar með eld­húspapp­ír.
  2. Blandið hveiti, pip­ar og chili á grunn­an disk. Setjið eggið á ann­an disk og brauðraspinn á þann þriðja.
  3. Veltið ólíf­un­um upp úr hveiti, því næst pískuðu eggi og svo brauðraspin­um þannig að hann þekji alla ólíf­una.
  4. Hitið olíu á pönnu þannig að hún verði mjög heit. Setjið um þriðjung af ólíf­un­um á pönn­una, eða þannig að það sé ekki allt of troðið. Passið að missa þær ekki á pönn­una til að olí­an slett­ist ekki á ykk­ur.
  5. Steikið í 20 sek­únd­ur þar til gull­in­brún­ar á lit, takið af og látið fit­una leka af á eld­húspapp­ír. End­ur­takið með rest­inni af ólíf­un­um.
  6. Berið fram heit­ar eða við stofu­hita.

Upp­skrift: Ottoleng­hi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert