Ótrúlegar staðreyndir um PEZ

PEZ er í uppáhaldi flestra sem smakka.
PEZ er í uppáhaldi flestra sem smakka. mbl.is/Peppermintz.com

Hvort sem þú borðar PEZ eða ekki er óhætt að segja að litlu syk­ur­kubb­arn­ir hafa fylgt okk­ur í gegn­um bernsku­ár­in og varla hjá því kom­ist. Hér eru nokkr­ar sturlaðar staðreynd­ir, og allt sem þú þarft að vita um PEZ.

Þegar PEZ var fundið upp kallaðist það „pf­ef­ferm­inz“. Þaðan dreg­ur PEZ nafnið, sem er stytt­ing á þýska nafn­inu pip­ar­mynta, en það var jafn­framt fyrsta bragðteg­und­in sem kom á markað.

Þegar PEZ var fyrst kynnt fyr­ir Aust­ur­rík­is­mönn­um var það kringl­ótt í lag­inu. Það var ekki fyrr en PEZ varð rétt­hyrnt og PEZ-skammt­ar­ar komu á markað að nammið jókst að vin­sæld­um.

Af öll­um þeim bragðteg­und­um sem hef­ur verið hætt við í fram­leiðslu er blaðgræna sú rugl­ings­leg­asta af þeim öll­um. Það er alls ekki óeðli­legt að fyr­ir­tæki prufi sig áfram með nýj­ar bragðteg­und­ir, en plöntu­bragð gæti verið ein versta hug­mynd sög­unn­ar. Hver myndi svo sem vilja tyggja gras?

Það var í kring­um 1920 sem PEZ var markaðssett sem ann­ar val­kost­ur fyr­ir reyk­inga­fólk. Og það var ekki fyrr en árið 1947 þegar Edw­ard Haas III, maður­inn á bak við PEZ, kom með hulst­ur und­ir PEZið sem líkt­ist síga­rettu­kveikjara. Með því fylgdi slag­orðið „Ekki reykja – PEZ er leyfi­legt“.

Það er talið að um 600 mis­mun­andi PEZ-fíg­úr­ur séu til í heim­in­um og nokk­ur þúsund „af­brigði“ ef svo má segja.

Star Wars eru mest seldu PEZ-kall­arn­ir í heim­in­um.

Hæsta verð sem nokk­urn tím­ann hef­ur verið greitt fyr­ir PEZ-skammt­ara var fyr­ir Mikka mús, sem fór á 7.000 doll­ara á upp­boði. Þetta var frum­gerð sem aldrei fór í sölu til al­menn­ings.

Yfir þrjár bill­jón­ir PEZa eru seld­ar ár hvert í Banda­ríkj­un­um ein­um.

Stærsti PEZ-skammt­ari heims er stærri en körfu­bolta­stjarn­an Shaquille O'­Neal. Það tók um sex mánuði að smíða hann og er skammt­ar­inn til sýn­is í Burlingame PEZ-safn­inu.

Árið 2010 byrjuði eit­ur­lyfja­sal­ar í Man­hatt­an að flytja varn­ing sinn á milli í rauðum djöfla PEZ-skömmt­ur­um.

Sjald­gæf­ustu PEZ-skammt­ar­arn­ir voru nokk­urs kon­ar Mr. Potato Head-kall­ar. Þeir komu með lít­il nef og eyru sem þú gast leikið þér með að setja sam­an á mis­mun­andi vegu. Því miður byrjuðu krakk­ar að stinga hlut­un­um í munn­inn sem hafði ekki góðar af­leiðing­ar, svo fyr­ir­tækið varð að aft­ur­kalla skammt­ar­ana úr versl­un­um.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Þegar PEZ kom á markað var það hringlótt í laginu.
Þegar PEZ kom á markað var það hringl­ótt í lag­inu. mbl.is/​PEZ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert