Drekkurðu nóg af vatni?

Ertu dugleg/ur að drekka vatn?
Ertu dugleg/ur að drekka vatn? mbl.is/Colourbox

Alþjóðleg­ur dag­ur vatns­ins var 22. mars síðastliðinn og því vel við hæfi að renna aðeins yfir af hverju vatn er svona mik­il­vægt fyr­ir okk­ur. Við höf­um alltaf gott af smá hvatn­ingu til að drekka meira af vatni. Og þá renn­um við yfir list­ann til að minna okk­ur á að auka vatns­drykkj­una yfir dag­inn.

Húðin

Þú hjálp­ar húðinni að viðhalda raka með því að drekka vatn, eyk­ur teygj­an­leika húðar­inn­ar og minnk­ar sjá­an­leg­ar hrukk­ur. Húðin los­ar sig frek­ar við eit­ur­efni og þú færð minna af ból­um og fílapensl­um.

Blóðþrýst­ing­ur­inn

Blóð inni­held­ur um 90% af vatni, svo að ofþurrk­un í lík­am­an­um get­ur fengið blóðið til að þykkna sem hækk­ar þar af leiðandi blóðþrýst­ing­inn. Þá áttu á hættu að fá hjarta­sjúk­dóma – því enn meiri ástæða til að drekka nóg af vatni.

Liðirn­ir

Það er mik­il­vægt að drekka vatn til að halda liðleik­an­um. Viðhalda brjósk­inu og band­vefn­um sem hyl­ur og vernd­ar bein­in. Ofþorn­un til langs tíma get­ur haft veru­leg áhrif á brjóskið sem veld­ur sárs­auka og skemmd­um á liðum.

Hreyf­ing

Æ fleiri rann­sókn­ir benda til þess að þú fáir meira út­hald við að drekka meira af vatni. Ein rann­sókn hef­ur sýnt fram á að ofþorn­un hef­ur nei­kvæð áhrif á framistöðu í íþrótt­um sem var­ir í meira en 30 mín­út­ur.

Heil­inn

Heil­inn er um 80% vatn og ofþorn­un get­ur haft mik­il áhrif á hann. Heil­inn hjálp­ar okk­ur að ein­beita okk­ur, ná jafn­vægi á skapi og til­finn­ing­um – eins að muna allt sem við þurf­um að muna. Svo drekk­um vatn!

Munn­vatn

Án munn­vatns eykst hætta á mörg­um vanda­mál­um. Vatn mynd­ar um 99,5% af munn­vatni, sem er ábyrgt fyr­ir melt­ingu mat­væla og munn­hirðu.

Þynnka

Vatn hjálp­ar til við þynnku og það þykir ráð að drekka eitt glas af vatni sam­hliða ein­um drykk til að losna við timb­ur­menn dag­inn eft­ir.

Hita­stig lík­am­ans

Vatn viðheld­ur réttu hita­stigi lík­am­ans. Þegar þú ert í mikl­um hita er ráðlagt að drekka nóg af vatni – þetta seg­ir sig nokk­urn veg­inn sjálft.

Minnk­ar mitt­is­málið

Ef þú drekk­ur vatn fyr­ir hverja máltíð blekk­irðu mag­ann með því að borða minna. Prófaðu líka að skipta út gosi fyr­ir vatns­glas – það mun hjálpa til við vigt­ina.

Melt­ing­ar­fær­in

Að drekka nóg af vatni er nauðsyn­legt til að viðhalda heil­brigðu melt­ing­ar­kerfi þar sem þarm­arn­ir þurfa vatn til að starfa eðli­lega. Ann­ars er hætta á að þú fáir illt í mag­ann eða ann­ars kon­ar kvilla.

Nýrun

Nýrun þurfa vatn til að starfa eðli­lega og ein helsta or­sök nýrna­steina er að drekka ekki nóg af vatni eða vökva.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Vatn er mikilvægt fyrir heilann til að muna allt sem …
Vatn er mik­il­vægt fyr­ir heil­ann til að muna allt sem við eig­um að muna. mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert