„Skíthræddur við egg" að eigin sögn

Egg á dag kemur öllu lag!
Egg á dag kemur öllu lag! mbl.is/Leveres av Bonnier Publications A/S

Hvað hafa merk­is­menn í gegn­um tíðina verið að gæða sér á? Hvað vildi Al­bert Ein­stein eða Winst­on Churchill helst borða? Sumt af því sem menn létu sér til munns er bannað í dag.

  • Geor­ge Washingt­on, fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna var hreint út sagt sjúk­ur í sveppa-an­sjó­su tóm­atsósu sem var afar vin­sæl á 18. öld.
  • Helen Kell­er, rit­höf­und­ur og pó­lí­tísk­ur aðgerðarsinni, var fyrsti heyrn­ar­lausi ein­stak­ling­ur­inn til að vinna sér inn BA-gráðu í Banda­ríkj­un­um. Hún vildi ekk­ert nema puls­ur ef hún fékk að velja og borðaði þær í öll mál.
  • Winst­on Churchill, for­sæt­is­ráðherra Breta, var aðdá­andi mik­ils góðgæt­is sem síðar var víða gert ólög­legt. Við erum að tala um skjald­bökusúpu! Hann ferðaðist með slíka súpu með sér á milli staða, því dá­lætið var það mikið.
  • Henry VIII, kon­ung­ur Eng­lands, var þekkt­ur fyr­ir að skilja við marg­ar kon­ur, en hann var líka þekkt­ur fyr­ir að borða sér­stak­an mat. Hann elskaði grillaða hala af bjór (bea­ver)! Eins borðaði hann svani, hval og pá­fugl.
  • Hroll­vekju­leik­stjór­inn Al­fred Hitchcock, var skít­hrædd­ur við egg að eig­in sögn. Samt elskaði hann skinku­bök­ur sem inni­héldu egg.
  • Wolfgang Ama­deus Moz­art vildi helst ekk­ert annað á sinn disk en lifra­boll­ur steikt­ar upp úr smjöri, borið fram með súr­káli.
  • Cleopatra, höfðingi Egypta­lands, var þekkt fyr­ir að halda ein­stök kvöld­verðarboð þar sem mat­ur­inn var dekraður í jóm­frúarol­íu, létt­um ost­um, græn­meti, belg­jurt­um, korn­um og aróma­tísk­um kryd­d­jurt­um. Henn­ar upp­á­hald var þó fyllt­ar dúf­ur með græn­meti og baunasúpa.
  • Gáfna­ljósið Al­bert Ein­stein var græn­met­isæta. Hann vildi einna helst hreint spaghettí með engri kjötsósu.
Alfred Hitchcock.
Al­fred Hitchcock. mbl.is
Henry VIII borðaði m.a. páfugl sem þú sérð ekki á …
Henry VIII borðaði m.a. pá­fugl sem þú sérð ekki á mat­seðlum veit­inga­húsa í dag. mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert