Svona bakar þú súrdeigs brauð

Það fær­ist sí­fellt í auk­ana að fólk baki sjálft brauð heima hjá sér – þá ekki síst þeir sem hanga heima í sótt­kví eða ein­angr­un og hafa fátt annað að gera. Ein sú allra flinkasta í súr­deigs­gerð er Hanna Þóra Th. Guðjóns­dótt­ir, sem held­ur úti mat­ar­blogg­inu hanna.is þar sem hún leik­ur list­ir sín­ar – oft­ar en ekki vopnuð for­láta kera­mikpott­um sem hún hann­ar og ger­ir sjálf. Hanna er mik­il áhuga­kona um súr­deigs­bakst­ur og hún út­býr sinn eig­in súr­deigs­grunn sem hún geym­ir í ís­skápn­um. Hún seg­ir að það kunni að virka nokkuð flókið við fyrsta lest­ur en æf­ing­in skapi meist­ar­ann og í raun sé þetta bæði sára­ein­falt og stór­skemmti­legt – auk þess að vera sér­lega hag­kvæmt.

Svona bakar þú súrdeigs brauð

Vista Prenta

Súr­deigs­grunn­ur

Það tek­ur 4-6 daga að út­búa súr­deigs­grunn­inn. Þol­in­mæði er mik­il­væg, þar sem þetta get­ur al­veg tekið viku og allt upp í tíu daga. Sæta, eins og í epl­um og hun­angi, hjálp­ar til og flýt­ir fyr­ir þegar verið er að búa til súr­deigs­grunn.

Hvít­ur súr­deigs­grunn­ur

  • 4 msk. hveiti (gott að nota líf­rænt en alls ekki nauðsyn­legt)
  • 4 msk. vatn
  • Rúg­mjölssúr­deigs­grunn­ur
  • 4 msk. rúg­mjöl (gott að nota líf­rænt en alls ekki nauðsyn­legt)
  • 4 msk. vatn

Aðferð:

Sama verk­lýs­ing á við hvort sem notað er hvítt hveiti eða rúg­mjöl.

Dag­ur 1: 1 msk. af hveiti/​rúg­mjöli og 2 msk. af volgu vatni (37 °C eða lægra) hrært sam­an í lít­illi skál – næg­ir að skál­in rúmi 1 dl. Plast­filma sett yfir – látið standa við stofu­hita. Súr­deigs­grunn­ur dafn­ar vel í hita og því er gott að velja stað þar sem hit­inn er aðeins meiri en stofu­hiti, t.d. í skápn­um fyr­ir ofan ís­skáp­inn eða þar sem sól­in skín.

Dag­ur 2: Ekk­ert þarf að gera – gott að kíkja í skál­ina og kanna lykt­ina, sem get­ur verið svo­lítið sæt.

Dag­ur 3: 1 msk. af hveiti/​rúg­mjöli bætt við – hrært sam­an. Plast­filma sett yfir og látið standa.

Dag­ur 4: 2 msk. af volgu vatni (37°C eða lægra) og 2 msk. af hveiti/​rúg­mjöli bætt við – hrært sam­an. Nú er bara að krossa fing­ur. Ef allt geng­ur eins og það á að gera eiga að mynd­ast loft­ból­ur í grunn­in­um (súrn­um) eft­ir 8-12 klukku­tíma.

Dag­ur 4½-5: Nú ættu loft­ból­ur að hafa mynd­ast í grunn­in­um og hann að vera ör­lítið freyðandi. Lykt­in á að vera sæt – eins og af ofþroskuðum ávöxt­um. Ef súr­deigs­grunn­ur­inn stenst flot­prófið (sjá hér fyr­ir neðan) ætti að vera hægt að hefjast handa við fyrsta brauðið. Ef ein­hver töf verður á því þarf að geyma grunn­inn í kæl­in­um á meðan.

Flot­próf

Flot­próf er ein leið til að at­huga hvort súr­deigs­grunn­ur­inn sé til­bú­inn. Þá er tek­inn smá slurk­ur af grunn­in­um með skeið og hann sett­ur í skál með volgu vatni. Ef grunn­ur­inn flýt­ur er hann til­bú­inn en ef ekki, þá er ráð að bæta smá hveiti sam­an við hann, hræra og setja hann á heit­ari stað. Láta hann bíða í ½-1 klukku­stund með klút eða plast­filmu yfir og at­huga þá aft­ur hvort grunn­ur­inn flýt­ur.

Ábend­ing:

Ef súr­deigs­grunn­ur­inn flýt­ur ekki í flot­próf­inu er hann ekki til­bú­inn. Stund­um þarf hann lengri tíma og þá er bara að mata hann aft­ur með 1 msk. af hveiti/​rúg­mjöli og 1 msk. af volgu (ekki heit­ara en 37 °C) – blanda vel sam­an og setja plast­filmu yfir. Hræra létt – aðeins tvisvar yfir dag­inn – og láta nokkr­ar klukku­stund­ir líða á milli. Dag­inn eft­ir er hægt að gera flot­prófið aft­ur, hræra svo­lítið í blönd­unni og mata jafn­vel aðeins meira. Þegar ég gerði þetta síðast tók það 6 daga að fá súr­deigs­grunn­inn til að fljóta.

Ef grunn­ur­inn hef­ur ekki tekið við sér: Láta hann þá standa áfram 12 klukku­tíma og prófa síðan að fríska hann upp. Það er gert með því að henda helm­ingn­um af því sem er í skál­inni, setja 2 msk. af mjöli og 2 msk. af volgu vatni í staðinn og láta standa í 8-12 klukku­tíma. Þegar súr­deigið er farið að mynda loft­ból­ur og er freyðandi ætti það að stytt­ast í að verða til­búið.

Flot­prófið gert aft­ur og aft­ur – ef grunn­ur­inn flýt­ur ekki þarf að bíða leng­ur. Stund­um flýt­ur hann þó alls ekki all­ur en það er samt betra ef svo er.

Sæta:

Ein leið til að fá grunn­inn til að taka við sér er að bæta við hann ögn af sætu eins og ávaxta­safa, hun­angi eða rifnu epli/​peru.

Súr­deigs­grunn þarf að mata reglu­lega svo að hann eyðilegg­ist ekki.

Súr­deigs­grunn­ur­inn er geymd­ur í kæli í lokuðu íláti. Reglu­lega þarf að mata hann með vatni og hveiti/​rúg­mjöli og hræra vel. Súr­deigs­grunn­ur sem er mataður dag­lega er líf­leg­ur. Yf­ir­leitt set ég 1 dl af vatni og 1 dl af hveiti á 2-3 daga fresti. Stund­um líður vika og það hef­ur verið í lagi. Ef súr­deigs­grunn­ur­inn er orðinn of mik­ill í krukk­unni, þegar á að mata hann, er hægt að hella aðeins af hon­um þannig að hveiti og vatn rúm­ist einnig.

Stund­um, ef langt hef­ur liðið frá möt­un, hef ég látið krukk­una standa aðeins úti, hrært í og matað svo – gott að geyma við stofu­hita í nokkr­ar klukku­stund­ir til að sjá hvort loft­ból­ur mynd­ist.

Ég veit til þess að súr hef­ur geymst í nokkr­ar vik­ur í kæli og það hafi verið allt í lagi með hann – það tek­ur bara tíma að koma hon­um til.

Súr­deigs­grunn­ur – til að auka magn hans:

Þessi súr­deigs­grunn­ur er u.þ.b. 160 g að þyngd. Hann á að nægja til að búa til eitt brauð en auk þess er grunn­ur/​súr tek­inn til hliðar til að eiga fyr­ir næsta brauð og svo koll af kolli.

Það er gert á eft­ir­far­andi hátt:

Súr­inn geymd­ur í kæli – eft­ir tvo daga eru 100 g af hveiti (eða rúg­mjöli) og 100 ml af vatni sett út í og vand­lega hrært sam­an. Plast­filma lát­in yfir ílátið eða súr­inn sett­ur í krukku með loki á og geymt í kæli.

Eft­ir tvo daga er þetta end­ur­tekið.

Tveim­ur dög­um seinna er súr­inn til­bú­inn fyr­ir bakst­ur. Til að viðhalda súrn­um þarf að bæta í hann svipuðu magni og tekið er af hon­um. Ef t.d. eru tek­in 160 g af súr eru sett 160 g af mjöli og 150 g af vatni í staðinn.

Minn­ispunkt­ar varðandi súr­deigs­grunn:

Volgt vatn: Vatnið sem er notað má ekki vera heit­ara en 37 °C – hit­inn má hins veg­ar vera lægri.

Hrein­læti: Gott er að skola ílátið með vatni áður en byrjað er á súr­deigs­grunn­in­um.

Hræra: Ef súr­deigs­grunn­ur­inn hef­ur skilið sig (þ.e. eins og vatn fljóti ofan á) er gott að hræra í og leyfa hon­um að standa og jafna sig.

Loft­ból­ur: Þegar loft­ból­ur sjást í súr­deigs­grunn­in­um vit­um við að það er líf í hon­um. Þess vegna er gott að ,,mata¨ hann reglu­lega til að fá gott líf í hann.

Þol­in­mæði: Gott er að eiga svo­lítið af henni á meðan beðið er eft­ir að súr­deigs­grunn­ur­inn sé til­bú­inn.

Geymd­ur í kæli: Þegar súr­deigs­grunn­ur­inn er til­bú­inn er hann alltaf geymd­ur í lokuðu íláti í kæli – ef hann er við stofu­hita fer gerj­un­in á fullt og hann bólgn­ar út.

Möt­un: Ekki láta súr­deigs­grunn­inn verða of súr­an – þá verður brauðið súrt og hef­ing­in lé­leg. Til að hafa súr­deigs­grunn­inn sem öfl­ug­ast­an er hann mataður dag­lega. Súr­deigs­grunn­inn er fínt að mata á fjög­urra til sex daga fresti, þ.e.a.s. ef eitt­hvað líður á milli þess sem hann er notaður. Þá er gott að setja í hann 1 dl af vatni og 1 dl af mjöli – hræra vel sam­an og setja svo aft­ur inn í kæli.

Hreinsa krukk­una: Gott er að hreinsa ílátið (krukk­una) sem súr­deigs­grunn­ur­inn er geymd­ur í, a.m.k. á tveggja mánaða fresti.

Þegar bakað er súr­deigs­brauð:

Það skipt­ir máli að skipu­leggja vel – sjálf­ur bakst­ur­inn er ein­fald­ur.

Því oft­ar sem ég baka súr­deigs­brauð, þeim mun kæru­laus­ari hef ég orðið með tíma­setn­ing­ar – það er gott að nota upp­gef­inn tíma sem viðmiðun­ar­tíma – það er í lagi þó svo að ekki sé farið 100% eft­ir hon­um. Bara að gæta þess að súr­deigs­brauðið of­hef­ist ekki. Alls ekki láta súr­deigs­brauð hef­ast of lengi – ef eitt­hvað dregst með að láta það í ofn­inn er best að láta það hef­ast í ís­skápn­um. Það hæg­ir á hef­ing­unni. Hef eyðilagt brauð með því að láta það of­hef­ast við stofu­hita. Nota hug­mynda­flugið – um að gera að nota hrá­efni sem hverj­um og ein­um þykir gott. Las viðtal við sænsk­an súr­deigs­gúru og sagði hann að það ætti alls ekki að hnoða súr­deigs­brauð og reynd­ar ekki ger­brauð held­ur. Fínt að nota kalt vatn þegar bakað er súr­deigs­brauð (þ.e. vatnið sem sett er í deigið má vera kalt). Kald­ara vatn = hæg­ari hef­ing og öf­ugt. Vatnið má alls ekki vera of heitt (ekki heit­ara en 37 °C)

Þegar deig er hnoðað lengi í hræri­vél (u.þ.b. 10-20 mín­út­ur) verður það mjög teygj­an­legt. Salt dreg­ur úr hef­ingu og er því stund­um sett í á seinni stig­um vinnsl­unn­ar. Sæta get­ur hjálpað til (flýtt) við hef­ingu eins og t.d. hun­ang eða an­anassafi. Ef sæta er sett við vinnslu á súr­deg­is­grunn­in­um á það að flýta fyr­ir því að hann verði til­bú­inn.

Þegar komið er að því að baka með súr­deigs­grunni tek ég krukk­una úr ís­skápn­um eitt­hvað áður og læt hana standa opna í dágóða stund – ekki verra að láta sól­ina skína á krukk­una eða stilla henni ná­lægt hita. Oft er meira líf í súr­deigs­grunn­in­um á yf­ir­borðinu og því til­valið að fleyta því ofan af. Ég er til dæm­is stund­um með tvær krukk­ur í ís­skápn­um og fæ því góðan súr­deigs­grunn með því að láta þær standa báðar úti og fleyta ofan af þeim. Það kem­ur fyr­ir að ég tek grunn­inn, sem á að nota dag­inn eft­ir, út kvöldi áður, set hann í skál og læt hann standa úti yfir nótt­ina.

Ef súr­deigs­grunn­ur­inn stenst ekki flot­prófið má nota eft­ir­far­andi ráð: 1) Bæta aðeins hveiti út í, blanda vel sam­an og bíða í hálfa klukku­stund eða svo. 2) Setja grunn­inn á volg­an stað – ná­lægt ofni eða þar sem sól­in skín.

Gott súr­deigs­brauð

Ég hef verið að nota það til að prófa mig áfram og þetta brauð er efst á vin­sældal­ist­an­um. At­hugið að þetta hljóm­ar nokkuð flókið við fyrsta lest­ur en þarna á vel við að æf­ing­in skap­ar meist­ar­ann. Þetta er skemmti­legt og sára­ein­falt eft­ir nokkr­ar hindr­an­ir og auk þess sér­stak­lega hag­kvæmt.

For­vinna

Skref­in eru 3 – þau eru ekki tíma­frek en krefjast skipu­lagn­ing­ar. Brauð sem á að borða á mánu­dags­kvöldi er t.d. gott að byrja að laga sam­kvæmt eft­ir­far­andi:

Skref 1: sunnu­dags­kvöld

Skref 2: mánu­dags­morg­unn eða há­degi

Skref 3: u.þ.b. 30 mín­út­um fyr­ir bakst­ur

Það er líka hægt að lengja allt ferlið ef það hent­ar t.d. bet­ur að ljúka við skref 1 og geyma leng­ur í kæli eða þangað til 7-8 tím­ar eru í að brauðið eigi að vera til­búið. Ég er búin að læra að láta deigið alls ekki of­hef­ast í skrefi 2 eða 3 – frek­ar að geyma það leng­ur í ís­skápn­um.

Skref 1

  • 160 g súr­deigs­grunn­ur
  • 300 ml vatn
  • 300 g brauðhveiti
  • 100 g gróf­ara mjöl. Ég sigta sam­an rúg­sigti (1 dl rúg­mjöl og 1 dl brauðhveiti), 25 g haframjöl, hveil­hveiti og nota auk þess stund­um ít­alskt kast­an­íu­hveiti)
  • 1 msk. hun­ang
  • 10 g maldon salt

Einnig er hægt að setja krydd, hnet­ur, þurrkaða ávexti og fræ – allt eft­ir smekk.

Skref 1

  • Gott er að nota flot­prófið til að vera viss um að súr­deigs­grunn­ur­inn sé til­bú­inn. Einnig er hægt að fylgj­ast með því hvort lykt­in af grunn­in­um er sæt, eins og af ofþroskuðum ávöxt­um, eða súr (eins og vín­e­dik) – lykt­in af grunn­in­um á að vera sæt.
  • Set vatn í skál og bæti súr­deigs­grunn­in­um við ásamt öllu öðru hrá­efni – blanda sam­an. Deigið sett í skál – plast­filma yfir og geym­ist í kæli í u.þ.b. 8 klukku­tíma eða yfir nótt.

Skref 2

  • Deigið tekið úr kæli. Hveiti stráð á borðplötu og deigið sett ofan á.
  • Hveiti sigtað yfir deigið og mótaður fer­hyrn­ing­ur. Þá er hann lagður sam­an þre­fald­ur. End­ur­tekið.
  • Deigið er síðan mótað í hring með því að taka í horn­in og beina þeim inn að miðju – þá mynd­ast kúla.
  • Visku­stykki lagt á borð og hveiti stráð yfir. Deigið sett ofan á.
  • Sett í skál – hveiti stráð yfir og plast­filma yfir skál­ina.
  • Látið standa í 6ö7 klukku­tíma við stofu­hita.

Skref 3

  • Ofn­inn hitaður í 250 °C
  • Deig­inu hvolft var­lega úr skál­inni og sett á bök­un­ar­papp­ír.
  • Skál með vatni sett neðst í ofn­inn – til að fá skorp­una.
  • Kross skor­inn í brauðið og bakað í 25-30 mín­út­ur.
  • Látið brauðið kólna á grind eða stand­andi á tveim­ur sleif­um.

Geymsla

Til að brauðið haldi skorp­unni er ráð að láta það standa þannig að skurðarflöt­ur­inn snúi niður. Ef brauðið er sett í plast­poka verður það mýkra og miss­ir skorp­una. Brauðið er einnig mjög gott næstu daga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert