Klassísk gulrótakaka sem allir elska

Það jafnast ekkert á við nýbakaða gulrótaköku.
Það jafnast ekkert á við nýbakaða gulrótaköku. mbl.is/Colourbox

Klassísk gulrótakaka er alltaf öruggt val og þessa köku geta börnin auðveldlega hjálpað til við að baka. Kakan er fullkomin við öll tilefni, hvort sem um eftirrétt eða sunnudagskaffi sé að ræða. Því allir elska góða gulrótaköku.

Klassísk gulrótakaka sem allir elska (fyrir 6-8)

  • 150 g möndlumjöl
  • 125 g gróft spelti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1,5 tsk. kanill
  • ½ tsk. salt
  • 3 egg
  • 3 gulrætur
  • 1 epli
  • 40 g valhnetukjarnar
  • 70 g góð olía
  • 4 msk. kókossykur

Frosting

  • 150 g rjómaostur
  • 50 g hreint skyr
  • Raspaður börkur af 1 sítrónu
  • 2-3 msk. ahorn sýróp
  • ½ tsk. vanillusykur

Skraut

  • Heslihnetur eða gulrætur

Aðferð:

  1. Blandið möndlumjöli, spelti, lyftidufti, kanil og salti saman í skál.
  2. Rífið gulræturnar og eplið niður með rifjárni – notið grófari hliðina.
  3. Saxið valhneturnar gróflega.
  4. Hrærið egg, olíu og kókossykur saman og blandið því saman við þurrefnin og valhneturnar. Hrærið vel saman og bætið því næst gulrótum og eplinu saman við.
  5. Hellið deiginu í smurt smelluform, 22 cm, og bakið í ofni við 180° í 40-45 mínútur, eða þar til bakað í gegn. Látið kólna áður en kremið fer á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka