Dýrðlegt rjómapasta með beikoni, skinku, sveppum og brokkólí

Ljósmynd/María Gomez

Hér erum við með upp­skrift sem ætti að tikka í öll box þegar kem­ur að sam­komu­banns-fæði. Skil­grein­ing­in er sú að fæðan verður að veita gleði, hugg­un, seddu og ör­lítið af kol­vetnavímu.

Þessi upp­skrift kem­ur frá Maríu Gomez á Paz.is - eða kleinu­drottnn­g­unni eins og hún er nú kölluð eft­ir að við birt­um upp­skrift­ina af Garðabæj­arklein­un­um henn­ar. Án þess að orðlengja neitt frek­ar um það þá virðist kleinu­bakst­ur vera það heit­asta heitt hér á landi en meira um það síðar.

Sjálf seg­ir María að það sé nauðsyn­legt að hafa hvít­lauks­brauð og par­mes­an með því sú þrenna sé hin heil­aga þrenn­ing í henn­ar huga.

„Þessi upp­skrift er frek­ar stór en mjög ein­föld og gott er að hita hana upp dag­inn eft­ir ef það er af­gang­ur þar að segja. Ef þú átt stóra fjöl­skyldu þá mun ekk­ert verða eft­ir," seg­ir María um þenn­an dá­semd­ar­rétt.

Dýrðlegt rjómapasta með beikoni, skinku, sveppum og brokkólí

Vista Prenta

Dýrðlegt rjómap­asta með bei­koni, skinku, svepp­um og brokkólí

  • ½ dl ólífu­olía
  • 15 gr. smjör
  • 200-250 gr. beikonstriml­ar (svona kurl)
  • 200-250 gr. skinkustriml­ar (kurl líka)
  • 150 gr. púrru­lauk­ur
  • 1-2 stk. ramiro-paprika rauð
  • 250 gr. svepp­ir
  • 200 gr. ferskt broccoli
  • ½-1 dós skinku­myrja
  • 1 pip­arost­ur
  • 4 dl rjómi (má líka vera mat­reiðslujómi eða nýmjólk)
  • 2 pakk­ar Pastella-tortell­ini með skinku (fæst í kæl­in­um í Bón­us)
  • 1 tsk. borðsalt
  • 1 tsk. þurrkað tim­i­an (má sleppa)

Aðferð

  1. Byrjið á að hita olíu og smjör á pönnu.
  2. Skerið allt græn­meti niður í smátt og svepp­ina í skíf­ur.
  3. Setjið pip­arost í bland­ar­ann og tætið hann niður (upp á að bráðna fyrr í sós­unni)
  4. Steikið svo fyrst púrru­lauk þar til hann er mjúk­ur, passið að brenna hann né brúna bara sjóða svona meira.
  5. Setjið næst sveppi og papriku út á og steikið vel sam­an (það kem­ur al­veg soð og það er í lagi).
  6. Saltið og piprið (1 tsk borðsalt) og setjið þurrkað tim­i­an út í.
  7. Þegar græn­metið er mýkt þá má setja skinku og bei­kon út á það og hækka smá hit­ann á elda­vél­inni, steikið í gegn og hrærið í svo græn­metið brenni ekki.
  8. Setjið næst skinku­myrju og tætta pip­arost­inn út í og látið það bráðna vel í græn­met­inu og skin­kunni í pott­in­um.
  9. Bætið svo rjóma út á og látið suðu koma upp og setjið þá brok­kolí út í. Leyfið að sjóða yfir væg­um hita meðan næsta skref er gert.
  10. Setjið nú vatn í ann­an pott og saltið mjög vel, nán­ast eins og sjó­vatn.
  11. Þegar suðan kem­ur upp er pastað sett út í og soðið í 3 mín­út­ur.
  12. Þegar pastað er til er vatn­inu hellt af og því blandað við rjómasós­una og hrært vel sam­an.
  13. Berið fram með hvít­lauks­brauði og par­mes­an osti.
Ljós­mynd/​María Gomez
Ljós­mynd/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert