Saga lakkríshjólsins

Það var sælgætisframleiðandinn Haribo sem fékk einkaleyfi á lakkríshjólinu.
Það var sælgætisframleiðandinn Haribo sem fékk einkaleyfi á lakkríshjólinu. mbl.is/Colourbox

Það eru eng­in vís­indi að menn og kon­ur þarna úti vinna hörðum hönd­um að því að út­búa nýj­ar upp­skrift­ir og mat­væli sem við verðum að smakka og get­um ekki staðist. Eitt­hvað sem höfðar til skiln­ing­ar­vit­anna – og við verðum alltaf svöng í meira.

Sæl­gæt­is­fram­leiðand­inn HARI­BO hef­ur fram­leitt lakk­rís frá ár­inu 1925 og er eitt af því vin­sæl­asta sem má finna frá þeim. Og það sem ef­laust ekki marg­ir vita er að HARI­BO voru þeir fyrstu til að fá einka­leyfi á „lakk­rís­hjól­inu“.

Orðið lakk­rís er dregið af gríska orðinu „glyk­eia rhiza“ – eða glyk­eia = sweet og rhiza = root. Og notk­un lakk­rísrót­ar­inn­ar sem notuð er til að búa til lakk­rís, fer nokk­ur þúsund ár til baka. En lakk­rísrunna má einna helst finna á Miðjarðar­hafs­svæðum og í Mið-Asíu.

Það sem við þekkj­um sem sætt eða saltað, eitt­hvað sem við kæt­um bragðlauk­ana með, var eitt sinn notað í lækn­inga­skyni fram á 18. öld. Lakk­rís var fyrst og fremst notaður við kvefi og magaóþæg­ind­um. Lakk­ríss er getið í hefðbundn­um jurta­bók­um og fannst til að mynda í gröf Tutankhamen (1347-1339 f.Kr.).
Marg­ir forn­grísk­ir og róm­versk­ir lækn­ar lögðu mikið upp úr að nota lakk­rís­rót­ina sem lyf við hósta, kvefi og jafn­vel kvíða. Á miðöld­um var talað um lakk­rís sem undra­lyf.

Kín­verj­ar nota lakk­rís sem krydd í mat­ar­gerð og er oft notað til að bragðbæta soð og mat sem kraum­ar í sojasósu. Það var svo árið 1760, þegar enski efna­fræðing­ur­inn Geor­ge Dun­hill, bætti við sykri og öðrum efn­um við lakk­rís­rót­ina að fyrsti lakk­rís­inn leit dags­ins ljós — eins og við þekkj­um hann í dag, eða svo gott sem.

mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert