Óður til nafnlausa pítsustaðarins

Algjörlega geggjuð kartöflupizza með trufflu aioli.
Algjörlega geggjuð kartöflupizza með trufflu aioli. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Nafn­lausi pítsustaður­inn á Hverf­is­götu 12 átti marga aðdá­end­ur og hér gef­ur að líta dá­sam­lega pítsu sem er inn­blás­in þaðan.

Sjúk­lega bragðgóð kart­öflupítsa með trufflu(ðu) ai­oli er hinn full­komni helgarmat­ur. Þessi er úr smiðju Hild­ar Rut­ar, en inn­blástur­inn fékk hún frá pítsustaðnum á Hverf­is­götu 12 sem var og hét – og var í miklu upp­á­haldi hjá mörg­um lands­mönn­um.

Óður til nafnlausa pítsustaðarins

Vista Prenta

Pítsa með kart­öfl­um og trufflu(ðu) ai­oli – 12" pítsa

  • 200 g pítsu­deig
  • 6-8 kart­öfl­ur
  • 3 msk. olífu­olía
  • 2 hvít­lauksrif
  • 3-4 msk. smjör
  • 6-8 kart­öfl­ur
  • 3 skalott­lauk­ar
  • 2 hvít­lauksrif
  • rif­inn mozzar­ella
  • 2 msk. stein­selja
  • kletta­sal­at
  • truffle ai­oli frá Stonewall kitchen

Aðferð:

  1. Skerið kart­öfl­urn­ar í sneiðar. Dreifið þeim á smjörpapp­írsklædda bök­un­ar­plötu.
  2. Hrærið einu pressuðu hvít­lauksrifi við ol­í­una og penslið kart­öfl­urn­ar með blönd­unni. Saltið og piprið kart­öfl­urn­ar og bakið þær í 20 mín­út­ur við 190°C.
  3. Steikið skalott­lauk­inn upp úr ör­litlu smjöri. Bætið við einu pressuðu hvít­lauksrifi og af­gang­in­um af smjör­inu.
  4. Fletjið deigið út og penslið eða smyrjið það með smjör­blönd­unni.
  5. Dreifið rifn­um mozzar­ella og raðið kart­öfl­un­um ofan á. Dreifið stein­selj­unni og bakið í 12-15 mín­út­ur við 190°C.
  6. Toppið að lok­um pítsuna með kletta­sal­ati og truffluai­oli.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Klettasalatið setur punktinn yfir i-ið.
Kletta­sal­atið set­ur punkt­inn yfir i-ið. mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert