Gerlausa brauðið sem er að sprengja netið

mbl.is/

Ein er sú upp­skrift sem netið held­ur ekki vatni yfir og all­ir og amma þeirra í Am­er­íku eru að baka þessa dag­ana í sam­komu­banni og ger­svelti.

Þessi stór­kost­lega upp­skrift kem­ur úr frægri kanadískri mat­reiðslu­bók sem var skrifuð á þeim tíma þegar skort­ur var mik­ill og því þurfti fólk að geta bjargað sér — eins og að geta bakað brauð án þess að vera með ger.

Hér leik­ur hnetu­smjör lyk­il­hlut­verk og að sögn net­verja má það vera gróft og rudda­legt — hvað svo sem það þýðir. Það þarf ná­kvæm­lega enga hæfi­leika í eld­hús­inu til að baka brauðið og eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd­bandi er þetta upp­skrift sem kett­ling­ur réði við.

Gerlausa brauðið sem er að sprengja netið

Vista Prenta

Gerlausa hnetu­smjörs­brauðið

  • 2 boll­ar allra­handa hveiti (e. all-purpose)
  • ¼ bolli syk­ur
  • 4 tsk. lyfi­duft
  • ½ tsk. salt
  • 1 ⅓ bolli mjólk
  • ½ bolli hnetu­smjör

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 160°C.
  2. Smyrjið brauðform með smjöri eða sam­bæri­legu.
  3. Blandið þur­refn­un­um sam­an í stóra skál. Blandið mjólk­inni sam­an við og loks hnetu­smjör­inu.
  4. Setjið blönd­una í formið og bakið í klukku­tíma eða þar til tann­stöng­ull/​prjónn kem­ur hreinn út.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert