Subbulegustu matarsamsetningar síðari ára

Sriracha sósa og hnetusmjör er eflaust ekki það sem þér …
Sriracha sósa og hnetusmjör er eflaust ekki það sem þér dettur fyrst í hug að fá þér á morgnanna. En ef þú spáir í það, þá eru margir taílenskir réttir sem innihalda hnetusósu – svo að þetta mix gæti bara átt fullan rétt á sér. mbl.is/sriracha2go.com

Sumt fólk er með afar ein­kenni­lega bragðpall­ettu. Svo furðulega reynd­ar að það bland­ar sam­an stórfurðuleg­um mat­ar­teg­und­um svo úr verður eitt­hvað nán­ast óskilj­an­legt.

Þeir sem elska sætt og saltað þá er þessi blanda …
Þeir sem elska sætt og saltað þá er þessi blanda ekki að koma nein­um á óvart. Súkkulaði og popp­korn er draumi lík­ast. Marg­ir setja Toblerone, M&M´s eða Nóa Kropp út í popp­skál­ina og njóta yfir góðri ræmu. mbl.is/​Spoon­Uni­versity.com
Djúpsteiktur kjúklingur og vöfflur á víst að vera „next level“ …
Djúp­steikt­ur kjúk­ling­ur og vöffl­ur á víst að vera „next level“ fyr­ir bragðlauk­ana – eitt­hvað sem læt­ur þig gleyma stund og stað. mbl.is/​Pixa­bay.com
Kampavínsglas og steiktar franskar! Matvörur sem stangast algjörlega á, þar …
Kampa­víns­glas og steikt­ar fransk­ar! Mat­vör­ur sem stang­ast al­gjör­lega á, þar sem skyndi­bit­inn veg­ur þig niður á meðan boblurn­ar í kampa­vín­inu eru létt­ar og lyfta þér upp. Og þess vegna er þetta hið besta kom­bó. mbl.is/​People.com
Fólk klínir rjómaosti á hvað sem er og þar eru …
Fólk klín­ir rjóma­osti á hvað sem er og þar eru puls­ur eng­in und­an­tekn­ing. Eitt­hvað sem verður að smakk­ast áður en við byrj­um að dæma. mbl.is/​Thefood­in­my­be­ard.com
Það gerist eitthvað stórkostlegt þegar ískaldur sjeik eða vanilluís er …
Það ger­ist eitt­hvað stór­kost­legt þegar ís­kald­ur sj­eik eða vanilluís er borðaður sam­hliða heit­um frönsk­um kart­öfl­um. Þeir sem hafa ekki smakkað, ættu að láta verða af því. mbl.is/​Thrill­ist.com
Ostaunnendur takið eftir! Hér er draumur að verða að veruleika …
Ostaunn­end­ur takið eft­ir! Hér er draum­ur að verða að veru­leika sem mun þó kosta ykk­ur tölu­vert af kalórí­um. Djúp­steikt­ur kjúk­ling­ur í ostabaði er stór­kost­leg blanda. mbl.is/​polyp­hagia.blog­spot.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert