Stórmerkilegar staðreyndir um einn vinsælasta drykk veraldar

Prófaðu að blanda engiferi út í te - það er …
Prófaðu að blanda engiferi út í te - það er allra meina bót. mbl.is/Colourbox

Te get­ur smakk­ast mis­vel, rétt eins og gott vín þá fer það eft­ir því hvar teið er ræktað. En talað er um að til séu 3.000 mis­mun­andi gerðir af tei og áður fyrr þótti te vera al­gjör lúx­us­drykk­ur.  

  • Regla núm­er eitt hjá öll­um sönn­um te-drykkju­mönn­um er að setja aldrei sjóðandi heitt vatn út í teið. Það mun brenna te-lauf­in og hafa áhrif á bragðið. Næst þegar þú færð þér te­bolla skaltu leyfa vatn­inu að kólna ör­lítið áður en þú hell­ir því sam­an við te­pok­ann.
  • Ef þú vigt­ar sama magn af te og kaffi inni­held­ur te meira koff­ín en kaffi. Mun­ur­inn er bara sá að þú not­ar meira af kaffi í boll­ann þinn en þú not­ar af te-lauf­um þegar þú bland­ar því sam­an við heitt vatn – og færð þar að leiðandi minna af koff­íni.
  • Te var eitt sinn mjög dýr vara og alls ekki aðgengi­leg öll­um, og því oft­ar en ekki var te geymt í sér­stök­um boxum sem hægt var að loka. Box­in voru af ýms­um gerðum og þá með tvö eða fleiri hólf fyr­ir mis­mun­andi gerðir af tei eða sykri.
  • Og þar sem te var svo dýrt, þá reynd­ist erfitt að finna hreint te. Það var meira að segja ólög­leg­ur markaður sem seldi te, þar sem var­an var það eft­ir­sótt. Að sjálf­sögðu nýttu selj­end­ur sér aðstöðuna á ein­hverj­um tíma­punkti og byrjuðu að blanda sam­an tei við önn­ur lauf. Þannig juku þeir fram­boðið og hækkuðu þar að leiðandi hagnaðinn.
  • Nokkr­ar umræður hafa átt sér stað hvenær fyrsti te­pok­inn var fund­inn upp. Í raun var einka­leyfi sótt á slík­an te­poka árið 1901 og árið 1908 var te komið í versl­an­ir í fín­um silki­pok­um sem viðskipta­vin­ir settu beint út í boll­ann sinn.
  • Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að te sé mjög örv­andi drykk­ur fyr­ir lík­amann. Ef þú átt í vand­ræðum með sal­ern­is­ferðir skaltu drekka te og það mun ekki líða á löngu þar til þú ert kom­in á doll­una.
  • Það eru ákveðnar hefðir í Bretlandi um hvernig drekka eigi te. Í fyrsta lagi þarftu að nota póstu­lín­spott og á móti hverj­um 2 grömm­um af tei, koma 100 ml af vatni. Hita­stig vatns­ins má aldrei stíga yfir 85° þegar það er borið fram, en til að ná fram besta bragðinu skal vatnið vera í kring­um 60° heitt.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl.

mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert