Þetta er besta súkkulaðibitasmákökuuppskrift (lengsta íslenska orðið) í heimi. Hér er ekkert vesen, engin skrýtin hráefni eða biðtími. Bara ósköp einföld og heiðarleg uppskrift sem klikkar aldrei.
Súkkulaðibitasmákökurnar sem klikka aldrei
- 1 bolli mjúkt saltað smjör
- 1 bolli hvítur sykur
- 1 bolli ljós púðursykur
- 2 tsk. vanilludropar
- 2 stór egg
- 3 bollar hveiti
- 1 tsk. natron
- ½ tsk. lyftiduft
- 1 tsk. sjávarsalt
- 2 bollar saxað súkkulaði eða súkkulaðidropar
Aðferð:
- Stillið ofninn á 190°C og setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
- Blandið saman í skál hveiti, lyftidufti, natroni og salti.
- Þeytið vel saman smjör og sykur. Bætið síðan eggjum og vanilludropum saman við og þeytið áfram þar til blandan verður létt í sér.
- Bætið þurrefnunum saman við. Og því næst súkkulaðinu.
- Rúllið upp í kúlur, 2-3 msk af deigi, og setjið á bökunarplötuna.
- Bakið í 8-10 mínútur. Takið smákökurnar út þegar þær byrja að brúnast. Þær eiga að líta út fyrir að vera hálfbakaðar, því það er það sem gerir kökurnar svo geggjaðar þegar þær kólna.
- Látið standa á bökunarplötunni í tvær mínútur áður en þið látið þær kólna.