Ástæðurnar fyrir stanslausu hungri

Thinkstock

Ertu alltaf svang­ur/​svöng? Þú hef­ur lokið við bragðgóða máltíð og borðar nóg, en finn­ur samt til svengd­ar – hver er ástæðan? Að finna til svengd­ar get­ur haft mik­il áhrif á heils­una, en auðvelt er að snúa þessu við með ein­föld­um hætti.

Vatn

Ein al­geng­ustu mis­tök­in eru að þú drekk­ur ekki nóg af vatni. Þegar lík­am­inn þjá­ist af vökvaskorti verður hann ruglaður og veit ekki hvort hann er svang­ur eða þarf ein­fald­lega meiri vökva. Og þá er vatn það besta sem þú get­ur gefið lík­am­an­um.

Stress

Stress er ein af stærstu ástæðum þyngd­ar­aukn­ing­ar. Næst þegar þú finn­ur stressið læðast að þér skaltu skella þér út í göngu­túr, fara í heitt bað eða gera létt­ar jógaæf­ing­ar. Við eig­um það líka til að raða í okk­ur óholl­um mat und­ir álagi – en stress er ef­laust ekki ástæðan fyr­ir hungri, það gæti frek­ar legið í morg­un­rútín­unni þinni. Sjáðu til þess að morg­un­mat­ur­inn þinn fylli mag­ann vel yfir dag­inn.

Milli­mál

Mikið af því milli­máli sem við lát­um ofan í okk­ur er yf­ir­fullt af sykri. Og að borða mat sem inni­held­ur mik­inn syk­ur hækk­ar blóðsyk­ur­inn, og þegar hann lækk­ar skyndi­lega verður fallið hátt og þú munt finna til svengd­ar. Reyndu að forðast mat­væli og drykki sem inni­halda mik­inn syk­ur. Skoðaðu inni­halds­lýs­ing­ar á mat­væl­um því það mun koma þér á óvart hversu marg­ar þeirra inni­halda mikið magn af sykri. Með því að tak­marka þessi mat­væli í mataræðinu muntu finna mun á vigt­inni.

Áfengi

Það þarf varla að taka það fram að áfengi er ekki megr­un­ar­fæða – en allt er gott í hófi. Að drekka áfengi fær þig til að vera svengri en venj­an er og þá sér­stak­lega morg­un­inn eft­ir gott næt­ur­brölt. Vertu búin/​n að und­ir­búa mat sem þú ætl­ar að borða þegar þú vakn­ar svo þú end­ir ekki í kol­vetnasprengju sem mun gera þig enn svengri.

Borða of hratt

Ekki háma í þig við mat­ar­borðið, njóttu mat­ar­ins. Leyfðu mag­an­um að finna hægt og ró­lega að þú ert að fylla hann með mat og góðgæti til að vinna úr næstu tím­ana.

Sjúk­dóm­ar

Sum­ir sjúk­dóm­ar fá þig til að finna til svengd­ar á öll­um stund­um. Syk­ur­sýki og lág­ur blóðþrýst­ing­ur er þar á meðal og jafn­vel ófrísk­ar kon­ur finna fyr­ir slíku. Mælt er með að tala við sinn lækni um hvernig best sé að haga sér í slíkri stöðu.

Þér leiðist

Það er öll­um hollt að láta sér leiðast, svo lengi sem við dett­um ekki inn í ís­skáp á meðan. Finndu þér eitt­hvað skemmti­legt að gera – lestu bók, teiknaðu, hittu vini, farðu út í göngu­túr með podcast í eyr­un­um. Bara ekki enda í sóf­an­um yfir sjón­varp­inu því þú veist hvar það end­ar.

Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert