Kartöflumeðlæti sem klikkar aldrei

Kartöflusalat er fullkomið meðlæti með svo mörgum mat.
Kartöflusalat er fullkomið meðlæti með svo mörgum mat. mbl.is/Colourbox

Heima­gert er allaf best – og það á sann­ar­lega við í þessu til­viki. Ein­falt og afar bragðgott kart­öflu­sal­at sem hent­ar með svo mörg­um mat. Sann­ir kart­öflu­sal­atsáhuga­menn vilja helst borða þetta beint upp úr skál­inni eitt og sér.

Kartöflumeðlæti sem klikkar aldrei

Vista Prenta

Kart­öflumeðlæti sem klikk­ar aldrei

  • 1 kg nýj­ar kart­öfl­ur
  • 3 dl sýrður rjómi
  • 1 msk. rif­in pip­ar­rót
  • vor­lauk­ur
  • salt og pip­ar
  • 2 stór­ir tóm­at­ar
  • ½ tsk. olía

Aðferð:

  1. Sjóðið kart­öfl­urn­ar þar til mjúk­ar og látið al­veg kólna.
  2. Saxið vor­lauk­inn niður, skerið tóm­at­ana í ten­inga og kart­öfl­urn­ar í skíf­ur.
  3. Smakkið sýrða rjómann til með fínt rif­inni pip­ar­rót, salti og pip­ar.
  4. Veltið tómöt­um, köldu kart­öfl­un­um og söxuðum vor­lauk sam­an við dress­ing­una.
  5. Leyfið sal­at­inu að taka sig í sirka 30 mín­út­ur áður en það er borið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka