Heimagert er allaf best – og það á sannarlega við í þessu tilviki. Einfalt og afar bragðgott kartöflusalat sem hentar með svo mörgum mat. Sannir kartöflusalatsáhugamenn vilja helst borða þetta beint upp úr skálinni eitt og sér.
Kartöflumeðlæti sem klikkar aldrei
Kartöflumeðlæti sem klikkar aldrei
- 1 kg nýjar kartöflur
- 3 dl sýrður rjómi
- 1 msk. rifin piparrót
- vorlaukur
- salt og pipar
- 2 stórir tómatar
- ½ tsk. olía
Aðferð:
- Sjóðið kartöflurnar þar til mjúkar og látið alveg kólna.
- Saxið vorlaukinn niður, skerið tómatana í teninga og kartöflurnar í skífur.
- Smakkið sýrða rjómann til með fínt rifinni piparrót, salti og pipar.
- Veltið tómötum, köldu kartöflunum og söxuðum vorlauk saman við dressinguna.
- Leyfið salatinu að taka sig í sirka 30 mínútur áður en það er borið fram.