Hélt geggjað Betty bangsa afmæli í samkomubanni

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þegar lítil stúlka verður þriggja ára (og það vill svo skemmtilega til að mamma hennar er ókrýndur Íslandsmeistari í veisluhaldi) þá þarf að halda veislu.

Berglind Hreiðars, höfundur Veislubókarinnar og matarbloggari inn á Gotteri.is dó ekki ráðalaus þegar Hulda dóttir hennar fagnaði þriggja ára afmæli sínu á dögunum. Þar sem ekki var hægt að bjóða gestum heim var öllum hennar nánustu mjúkdýrum boðið í veislu sem var ekkert slor eins og sjá má á þessum myndum.

Guðmóðir Berglindar, Betty Crocker, tók þátt í veislunni eins og henni einni er lagið en eins og flestir heimabakarar vita þá er fátt sem frú Crocker gerir ekki betra.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert