Klassíski drykkurinn espresso martini er víða blandaður á börum bæjarins, en hér bjóðum við upp á uppskrift að hætti barþjónsins – og kynnum ykkur í leiðinni fyrir sögu drykksins sem er afar áhugaverð.
Það var árið 1983 sem að drykkurinn var fundinn upp og það af barþjóninum Dick Bradsell, en hann er svokallað „legend“ í heimi barþjóna í London. Kvöld eitt settist ung fyrirsæta á barstólinn hjá honum sem kvartaði yfir því að vera mjög þreytt eftir vikuna og bað um kokteil sem myndi hressa hana við. Dick Bradsell blandaði kokteil sem innihélt espresso, kaffilíkjör og vodka og kallaði hann espresso martini. Og þar með var drykkurinn kominn í sögubækurnar!
Espresso martini að hætti barþjónsins
Aðferð: