Freisting í takmörkuðu magni frá Johan Bülow

Enn ein nýjungin frá Johan Bülow - en þessi útgáfa …
Enn ein nýjungin frá Johan Bülow - en þessi útgáfa er í takmörkuðu magni. mbl.is/Johan Bülow

Ef ein­hver er öfl­ug­ur í því að koma með nýj­ar lakk­rís bragðteg­und­ir á markað þá er það Joh­an Bülow. Hér erum við að sjá enn eina bragðteg­und­ina sem kall­ast „D-Salt & Cara­mel Duel“.

Það virðist vera al­veg sama hvaða nýj­ung kem­ur frá lakk­rís­goðinu Joh­an Bülow – lakk­rís­inn smakk­ast alltaf jafn vel. En nýj­asta viðbót­in inni­held­ur tvær út­gáf­ur af súkkulaðihúðaða lakk­rís­in­um þeirra. Ann­ar ætti að vera mörg­um kunn­ug­ur á meðan hinn lakk­rís­inn inni­held­ur breytta út­gáfu af hinum þekkta D-Salt & Cara­mel lakk­rís­in­um. Hér hef­ur duft­húðuðu yf­ir­borði verið skipt út fyr­ir slétta áferð, og smá­veg­is af kakós­mjöri hef­ur verið bætt sam­an við. Þessi breyt­ing virðist kunna vera lít­il við fyrstu sýn, en upp­lif­un­in á bragðinu er veru­lega frá­brugðin.

Lakk­rís­inn er ein­göngu fá­an­leg­ur í net­versl­un Joh­an Bülow og það í tak­markaðan tíma.

mbl.is/​Joh­an Bülow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert