Svona kemur þú eldhúsinu í sumarfötin

Það er tími til að létta aðeins á eldhúsinu fyrir …
Það er tími til að létta aðeins á eldhúsinu fyrir sumarið. mbl.is/Colourbox

Það er kominn tími til að taka aðeins til hendinnar og létta til í eldhúsinu fyrir sumarið. Því það segir sig sjálft að við notum eldhúsið á annan máta á sumrin en yfir vetrarmánuðina. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

  • Það er tímabært að kveðja ákveðin eldhúsverk og jafnvel áhöld. Íhugaðu hvort þú sért að nota alla stóru steypujárnspottana eða önnur stór ílát og settu það til hliðar. Búðu til pláss fyrir léttari matreiðslu í eldhúsinu.
  • Málaðu gluggarammann í eldhúsinu í björtum háglansandi lit sem laðar að sér sólargeislana og endurkastar þeim um rýmið.
  • Er kominn tími til að skipta út viskastykkjum og tuskum? Veldu þá ljósa og líflega liti með fallegum munstri.
  • Ef þú ert með minnistöflu í eldhúsinu eða notar ísskápinn sem töflu – prófaðu þá að skipta út myndum og skilaboðum á léttari nótunum.
  • Farðu yfir safnið þitt af olíum og edikum og vertu tilbúin þegar þú byrjar að reiða fram sumarsalöt og grillsteikurnar.
  • Og ef þú ert með glugga sem snýr í suður, þá getur þú auðveldlega plantað kryddjurtum í potta, jafnvel ræktað tómata og chili.
Falleg viskastykki setja sinn svip á eldhúsið. Þessi eru ný …
Falleg viskastykki setja sinn svip á eldhúsið. Þessi eru ný og koma frá Ferm Living. mbl.is/Ferm Living
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka