Rjómakenndur pastaréttur með nautahakki, rjóma og cheddar

Ljósmynd/Gott í matinn

Hér er einn klassískur og góður pastaréttur sem passar alltaf vel við. Hann er sérstaklega vinsæll hjá börnum og útivistarfólki og skyldi engan undra.

Það er Gígja S. Guðjónsdóttir sem á heiðurinn að uppskriftinni en hún segir réttinn hafa vakið mikla lukku þegar hún bauð upp á hann. „Æðislega góður og bragðmikill pastaréttur, mæli einstaklega mikið með honum en allir stóðu afvelta upp frá borðinu", sagði Gígja og bætir við að nauðsynlegt sé að bjóða upp á hvítlauksbrauð með réttinum. 

Rjómakenndur hakk og pastaréttur með cheddarosti

Fyrir sex
  • olía
  • 1 stk. laukur
  • 1 kg nautahakk
  • 5 stk. hvítlauksrif
  • 1 tsk. þurrkað óreganó
  • 2 tsk. ítalskt krydd
  • 2 tsk. salt
  • 1 tsk. cayenne pipar
  • 1 ½ bolli tómatsósa (sykurlaus)
  • 500 g fusilini pasta
  • 1 bolli rjómi frá Gott í matinn
  • 1 bolli rifinn cheddarostur frá Gott í matinn
  • 1 bolli nautasoð (nautakraftur leystur upp í bolla af sjóðandi vatni)

Aðferð:

  1. Laukurinn er skorinn og mýktur í olíu á pönnu í 4-5 mínútur.
  2. Hakkinu bætt út á pönnuna og eldað í gegn.
  3. Pasta er sett í pott og soðið eftir leiðbeiningum á pakkanum.
  4. Fitunni er hellt af pönnunni og hvítlauk (pressuðum eða smátt skornum) og kryddunum bætt út í.
  5. Þegar kryddin hafa blandast vel við hakkið þá er tómatsósu og nautasoði bætt út í hakkið og látið malla.
  6. Þegar pastað er tilbúið er því ásamt rjóma og osti bætt út í hakkið og hrært þar til osturinn er alveg bræddur.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert