Vanessa Bryant fékk senda óvænta gjöf

Körfuknattleiksmaðurinn Kobe Bryant ásamt dóttur sinni Gianna - en þau …
Körfuknattleiksmaðurinn Kobe Bryant ásamt dóttur sinni Gianna - en þau létust bæði í þyrluslysi í janúar sl. mbl.is/Ethan Miller/Getty

Fyrr­ver­andi liðsfé­lagi Kobe Bry­ant sendi eig­in­konu hans hjart­næma gjöf í vik­unni, í til­efni af 14 ára af­mæli Giönnu, dótt­ur þeirra sem lést í þyrlu­slysi ásamt föður sín­um í lok janú­ar sl.

Vanessa Bry­ant, eig­in­kona Kobe Bry­ant heit­ins, fékk senda glæsi­lega af­mæl­is­köku á af­mæl­is­dag Giönnu heit­inn­ar. En það voru Pau Gasol, fyrr­ver­andi leikmaður Los Ang­eles Lakers, og kon­an hans Cat­her­ine McDonn­ell sem sendu kök­una. Kak­an var á tveim­ur hæðum, hvít og gyllt á lit með út­skorn­um fjöðrum og fiðrild­um. Á kök­unni stóð „Happy birt­hday Gigi“ og neðst á borða stóð gælu­nafnið henn­ar „Mambacita“.

Pau Gasol og eig­in­kona hans birtu einnig mynd á sam­fé­lags­miðlun­um á sjálf­an af­mæl­is­dag­inn, þar sem þau hald­ast í hend­ur með rauð arm­bönd til heiðurs Giönnu – með yf­ir­skrift­inni „Happy birt­hday Gigi, missing you an extra lot today“. En þau hjón­in sendu Vanessu Bry­ant einnig stór­an blóm­vönd með rauðum rós­um nokkr­um vik­um áður er þau Vanessa og Kobe hefðu fagnað 19 ára brúðkaup­saf­mæl­inu sínu. 

Glæsileg kakan sem Vanessa Bryant fékk senda í tilefni að …
Glæsi­leg kak­an sem Vanessa Bry­ant fékk senda í til­efni að 14 ára af­mæli dótt­ur sinn­ar. mbl.is/​Vanessa Bry­ant
Pau Gasol, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og konan hans …
Pau Gasol, fyrr­um leikmaður Los Ang­eles Lakers og kon­an hans Cat­her­ine McDonn­ell sendu kök­una og birtu þessa mynd á Twitter á af­mæl­is­dag Gi­anna. mbl.is/​Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert