Snjöllustu skipulagsráð ársins!

mbl.is/Getty Images

Það get­ur reynst erfitt að halda röð og reglu í eld­hús­inu þegar það er stans­laust í notk­un. Hér eru nokk­ur atriði sem þú get­ur farið eft­ir til að minnka óreiðuna.

Skipu­lag, skipu­lag, skipu­lag
Með því að skipu­leggja eld­húsið vel verður mun auðveld­ara að nota það. Þú get­ur keypt ílát og krukk­ur sem passa í skúff­urn­ar þínar og skápa, sem þú fyll­ir með sykri, hrís­grjón­um eða öðrum þurr­vör­um. Þannig slepp­ur þú við opna poka með mat­vör­um sem eiga það til að dreifa sér út um allt ef pok­inn fell­ur á hliðina – og þú færð mun meiri yf­ir­sýn yfir hvað sé til.
Forðastu einnig að kaupa nýj­an poka af sykri eða öðru sem þú átt nóg af til að sitja ekki uppi með lag­er þegar plássið býður ekki upp á það.

Hugsaðu um geymslu­mögu­leik­ana
Til að forðast óreiðu í eld­hús­inu er mik­il­vægt að það sé ekki of mikið af græj­um og áhöld­um uppi við. Því er gott að finna stað fyr­ir allt sem tek­ur pláss og þá sér­stak­lega ef það er ekki mikið notað. Í sum­um eld­hús­um eru háir skáp­ar sem ná frá gólfi og upp í loft. Það er ein­stak­lega hag­kvæmt að vera með einn mjó­an en háan skáp í eld­hús­inu – skáp sem læt­ur ekki mikið yfir sér en geym­ir alls kyns óþarfa. Því við vilj­um helst forðast það eins og heit­an eld­inn að byrja að henda lausu dóti upp á eld­hús­skáp­ana, það get­ur orðið drasl­ara­legt.

Finndu góðar lausn­ir
Það finn­ast marg­ar góðar lausn­ir til að halda eld­hús­inu í lagi. Til dæm­is er statíf und­ir pott­lok al­gjör snilld, nú eða hnífa­par­a­rekki sem er nauðsyn­legt fyr­ir hnífa­pör og önn­ur áhöld sem við ann­ars rót­um lengi í og finn­um aldrei neitt. Eins eru til skipu­lags­hólf fyr­ir beitta hnífa sem er stór­sniðugt og þá er eng­in þörf á að hafa stórt hníf­asta­tíf upp á borði.

Það eru svo sann­ar­lega marg­ar góðar lausn­ir fyr­ir skápa og skúff­ur sem flest­öll eld­hús­fyr­ir­tæki bæj­ar­ins eiga til á lag­er. Svo það er ekki eft­ir neinu að bíða – bara að koma eld­hús­inu í létt­ara og skipu­lagðara horf, og þú munt finna mun­inn.

Passaðu að eldhúsið endi ekki sem stór óreiðu-völlur þar sem …
Passaðu að eld­húsið endi ekki sem stór óreiðu-völl­ur þar sem þú finn­ur aldrei neitt. mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert