Svona kryddar þú stemninguna við matarborðið

Hvernig væri að krydda upp á stemninguna yfir næstu kvöldmáltíð.
Hvernig væri að krydda upp á stemninguna yfir næstu kvöldmáltíð. mbl.is/Colourbox

Hvernig væri að krydda upp á sam­ræðurn­ar yfir kvöld­matn­um eða í næsta mat­ar­boði með girni­leg­um spurn­inga­leik. Hér eru nokkr­ar lauflétt­ar og skemmti­leg­ar spurn­ing­ar sem gætu sett stemn­ing­una á mat­ar­borðið.

Spurn­ing: Hvernig er steik tartare elduð?
Svar: Hún er ekki elduð – kjötið er borið fram hrátt.

Spurn­ing: Hvað færðu ef þú pant­ar sashimi á japönsk­um veit­ingastað?
Svar: Þunn­ar sneiðar af fersk­um hrá­um fiski eða kjöti.

Spurn­ing: Í hvaða landi er ólífu­olía mest notuð, per íbúa­fjölda?
Svar: Grikklandi.

Spurn­ing: Hvaða vin­sæla sósa er nefnd eft­ir ríki og fljóti í Mexí­kó?
Svar: Tobasco.

Spurn­ing: Hvaða ávaxta­teg­und eru Amar­elle, May Duke og Mor­ello?
Svar: Kirsu­ber.

Spurn­ing: Hvað er dýr­asta krydd í heimi?
Svar: Saffr­an.

Spurn­ing: Hvað er mest selda bragðteg­und­in frá ís­fyr­ir­tæk­inu Haagen Daz.
Svar: Vanillu ís.

Spurn­ing: „Ma­geirocoph­obia“ er hræðsla við hvað?
Svar: Hræðsla við að elda.

Spurn­ing: Hvað er aðal­hrá­efnið í ai­oli?
Svar: Hvít­lauk­ur.

Spurn­ing: Hvaða fæðuteg­und er basmati?
Svar: Hrís­grjón.

Spurn­ing: Frá hvaða landi er rauðlauk­ur upp­run­inn?
Svar: Ítal­íu.

Spurn­ing: Hvaða lúx­us mat­vöru­versl­un hef­ur verið á Picca­dilly í London síðan 1707?
Svar: Fortn­um & Ma­son.

Spurn­ing: Hvaðan dreg­ur rétt­ur­inn paella nafn sitt?
Svar: Frá pönn­unni sem rétt­ur­inn er eldaður á.

Spurn­ing: „Ci­boph­obia“ er hræðsla við hvað?
Svar: Hræðsla við fitu á mat?

mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert