Kjúklingasamlokan sem setur allt á hliðina

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Kjúk­linga­sam­lok­ur standa alltaf fyr­ir sínu og við leyf­um okk­ur að full­yrða að þessi sé með þeim betri. Höf­und­ur henn­ar er eng­in önn­ur en Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is

„Það er of­ur­ein­falt að út­búa þær og sér­lega ef þið mynduð not­ast við til­bú­inn kjúk­ling. Ég leyfði kjúk­lingn­um hins veg­ar að malla á meðan ég var að dunda mér í gær, hvíldi hann vel og tætti svo niður þegar það kom að því að setja sam­lok­una sam­an. Djúsí bbq kjúk­linga­sam­loka sem hægt er að út­búa heima," seg­ir Berg­lind.

Kjúklingasamlokan sem setur allt á hliðina

Vista Prenta

Djúsí bbq kjúk­linga­sam­loka

Upp­skrift dug­ar í 6 sam­lok­ur

  • 12 x Hatt­ing mini pizza­botn­ar (2 pakk­ar)
  • Hvít­laukss­mjör (sjá upp­skrift að neðan)
  • 1 x rif­inn heill kjúk­ling­ur

BBQ sósa

  • 1 x lauk­ur
  • 2 hvít­lauksrif
  • Havarti ost­ur í sneiðum (eða ann­ar ost­ur)
  • Smjör til steik­ing­ar
  • Salt, pip­ar, kjúk­lingakrydd og Cheyenne pip­ar eft­ir smekk

Kryddið kjúk­ling­inn og setjið í steikarpott, eldið við 170°C í um 75-80 mín­út­ur þar til hann er steikt­ur í gegn (einnig má kaupa til­bú­inn grillaðan kjúk­ling).

Takið skinnið af og rífið kjötið niður.

Skerið lauk­inn niður í þunn­ar sneiðar, steikið upp úr smjöri þar til hann fer að mýkj­ast og bætið þá hvít­laukn­um sam­an við og steikið aðeins áfram.

Bætið rifna kjúk­lingn­um á pönn­una og sprautið bbq sósu yfir allt og blandið vel. Ég notaði um 6-8 mat­skeiðar af sætri bbq sósu en hér megið þið nota hvaða bbq sósu sem þið viljið og magnið fer einnig eft­ir smekk. Kryddið eft­ir smekk.

Þegar allt er vel blandað má leggja kjúk­ling­inn til hliðar og taka til pönnu til að steikja brauðin.

Penslið báðar hliðar á pizza­botn­um með hvít­laukss­mjöri.

Steikið aðra hliðina á brauðinu á pönnu og raðið ofan á hana ostsneiðum og rifn­um bbq kjúk­lingi.

Steikið aðra sneið og leggið steiktu hliðina að miðjunni (svo báðar hliðar að utan séu ósteikt­ar).

Þegar búið er að raða öll­um sam­lok­un­um sam­an má steikja sam­lok­urn­ar í heilu lagi á pönn­unni, smá stund á hvorri hlið þar til brauðið dökkn­ar og verður aðeins stökkt að utan.

Skerið til helm­inga og njótið með frönsk­um, kokteilsósu og bbq sósu.

Hvít­laukss­mjör

  • 80 g smjör
  • 2 rifn­ir hvít­lauks­geir­ar
  • 2 tsk. söxuð stein­selja
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Setjið allt í pott og hrærið þar til smjörið er bráðið.

Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert