Þetta verða öll góð eldhús að hafa

Danski kokkurinn Timm Vladimir segir okkur frá fimm mikilvægustu hlutunum …
Danski kokkurinn Timm Vladimir segir okkur frá fimm mikilvægustu hlutunum í eldhúsið að hans mati. mbl.is/Timm Vladimir/Imerco

Þegar sjón­varp­s­kokk­ur­inn og Masterchef stjarna Dan­merk­ur, Timm Vla­dimir, var spurður út í mik­il­væg­ustu atriðin í eld­hús­inu, þá voru það þessi fimm atriði sem stóðu upp úr.

  • Ólífu­olía er hér efst á lista, enda kem­ur hún ná­lægt nán­ast allri mat­ar­gerð – sama hvort við séum að steikja, baka eða bara rétt að dreypa yfir gott sal­at. Þum­al­fingr­a­regl­an er þó alltaf sú að nota ekki dýr­ustu ol­í­una til steik­ing­ar en vera frek­ar með vandaða olíu yfir sal­at og ann­an mat.
  • Það er ómögu­legt að standa vakt­ina í eld­hús­inu nema með góðan hníf í hönd. Hníf­ur­inn skal liggja vel í hönd og skal ekki vera of lang­ur. Ann­ar minni hníf­ur er svo til­val­inn til að skera kryd­d­jurtir og annað smátt græn­meti.
  • Brýn­ir er nauðsyn­leg­ur í eld­húsið fyr­ir hníf­ana – því ann­ars er lítið not í þeim ef þeir skera ekki sem skildi.
  • Góð blanda af kryd­d­jurt­um ger­ir alla mat­ar­gerð meira spenn­andi, þá bæði fyr­ir bragðlauk­ana og í ásjónu.
  • Að lok­um er það fiskisósa og bal­sa­mike­dik sem við meg­um alls ekki skorta í eld­hús­inu. Þessi hrá­efni bragðbæta svo marg­an mat og eyk­ur upp­lif­un­ina í mat­ar­gerðinni.
mbl.is/​Timm Vla­dimir/​Imerco
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert