Sláandi tölur fyrir kjötætur

Ertu kjöt- eða grænmetisæta?
Ertu kjöt- eða grænmetisæta? mbl.is/Colourbox

Ertu kjötæta, eða er lífsstíllinn fluttur yfir í grænmetisfæðið? Það er ótrúlega mikið magn af kjöti sem við mannfólkið borðum að meðaltali yfir árið.

Ein manneskja, eða kjötæta, borðar að meðaltali 7.000 dýr í gegnum mannsævina – sem er ágætistala út af fyrir sig. En í hverju er þessi tala fólgin? Jú, það eru Vegetarian Calculator sem standa fyrir rannsókninni, en þeir vilja vekja athygli almennings með því að borða meira af grænmetisfæðu en kjöti.

Í gegnum ævina borðar hver kjötæta um 4.500 fiska, 2.400 kjúklinga, 80 kalkúna, 30 lömb, 27 grísi og 11 kýr – sem eru afar umhugsunarverðar tölur.

Við ráðleggjum engum að bíta í hráan kjötbitann.
Við ráðleggjum engum að bíta í hráan kjötbitann. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka