Rjómalagað pasta á 20 mínútum

Ljósmynd/Linda Ben

Það er fátt betra en góður pasta­rétt­ur og það er eng­in önn­ur en Linda Ben sem á heiður­inn af þess­ari upp­skrift. Hér er und­ir­staðan basilpestó og ris­arækj­ur sem er blanda sem klikk­ar ekki.

„Maður ein­fald­lega byrj­ar á því að sjóða pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um. Svo sam­ein­ar maður rjóma og pestó í pönnu, eld­ar hvít­lauk og rækj­ur í sós­unni og bæt­ir tómöt­um út á, svo set­ur maður pastað út á pönn­una þegar það er til­búið og smakk­ar til með chili, salti og pip­ar. Svo er allt sam­an borið fram með par­mesanosti,“ seg­ir Linda um þenn­an skemmti­lega rétt sem við mæl­um svo sann­ar­lega með.

Rjómalagað pasta á 20 mínútum

Vista Prenta

Rjóma­lagað basil-pestó-pasta með ris­arækj­um

  • 300 g penn­ep­asta frá De Cecco
  • 1 msk. Fil­ippo Ber­io-ólífu­olía
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • 1 krukka grænt pesto fra­grance Fil­ippo Ber­io
  • 3 dl rjómi
  • 400 g ris­arækj­ur
  • 180 g piccolotóm­at­ar
  • þurrkað chilikrydd
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • ferskt basil
  • par­mesanost­ur

Aðferð:

Ná­kvæmt aðferðarmynd­band er að finna á In­sta­gram.com/​linda­ben í “Pestó pasta” highlig­hts.

Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um á umbúðum.

Setjið ólífu­olíu á pönnu og pressið hvít­lauks­geir­ana út á, setjið pestóið á pönn­una ásamt rjóm­an­um. Hrærið sam­an, bætið út á chili og náið upp suðunni.

Setjið rækj­urn­ar út á pönn­una og eldið þær í gegn. Setjið tóm­at­ana út á pönn­una. Lækkið und­ir á meðan pastað er að eld­ast.

Þegar pastað er til­búið, setjið það þá út á pönn­una og hrærið allt sam­an. Smakkið til með salti og pip­ar.

Berið fram með fersku basil og par­mesanosti.

Ljós­mynd/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert