Glacier gin er nú fáanlegt í léttari útgáfu

Glacier gin var að kynna nýtt léttgin á markað. Og …
Glacier gin var að kynna nýtt léttgin á markað. Og hér má sjá ískaldan gindrykk í fallegu glasi sem var samstarfsverkefni Glacier gin og Frederik Bagger. mbl.is/Glacier gin

Glacier gin, eitt vin­sæl­asta gin Íslend­inga, er nú fá­an­legt í nýrri út­gáfu – eða sem léttg­in, ein­ung­is 1,3%.

Nú fæst Glacier gin í nýrri og létt­ari út­gáfu, eða ein­ung­is 1,3%. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu er þetta fyrsta ís­lenska létt-sterkg­inið og því ákjós­an­leg­ur val­kost­ur fyr­ir þá sem kjósa létt­ari lífstíl en vilja samt geta gætt sér á gini — bragðsins vegna. Drykk­ur­inn er fram­leidd­ur í tak­mörkuðu upp­lagi og verður ein­ung­is fá­an­leg­ur á heimasíðunni glacierg­in.is.

Glacier gin er vel þekkt fyr­ir að bjóða upp á ein­stak­lega bragðgott og gæðal­egt gin, þar sem hrá­efn­in eru sér­val­in enda fátt sem svík­ur þegar ís­lenska nátt­úr­an á í hlut. Og það er eng­in und­an­tekn­ing í nýj­ung­un­um sem við sjá­um hér sem hljóta að telj­ast áhuga­verður val­kost­ur fyr­ir neyt­end­ur.

mbl.is/​Glacier Gin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert