Asískar drápsvespur vinsælar á veitingahúsum

Drápsvespur í Japan þykir hið mesta lostæti og er nú …
Drápsvespur í Japan þykir hið mesta lostæti og er nú fáanlegar á veitingastöðum í Bandaríkjunum. mbl.is/© Washington State Department of Agriculture / Handout via REUTERS

Það heit­asta á veit­ing­ar­hús­um í dag þar vest­an­hafs eru sex senti­metra lang­ar asísk­ar drápsvesp­ur. Vespurn­ar, sem koma upp­runa­lega frá Jap­an, þykja al­gjört lostæti. Vespurn­ar hafa verið mikið notaðar á land­búnaðarsvæðum í miðhluta Jap­an, en þar kann fólk að meta dýr­in sem eru full af prótein­um – sem stund­um eru djúp­steikt og þá ekki af verri end­an­um.

Joseph Yoon, eig­andi Brook­lyn Bugs í New York, sagði í sam­tali vð New York Post að fólk lýsi geit­ung­un­um eins og popp­korni án smjörs á bragðið. Hann bæt­ir því við að rétt­ur­inn smakk­ist mis­mun­andi eft­ir því hvernig flug­urn­ar eru mat­reidd­ar. Til dæm­is ef lirf­ur vespunn­ar eru mar­in­eraðar taka þær bragðið af þeirri mar­in­er­ingu sem þær liggja í.

Árlega er hald­in hátíð í Jap­an sem kall­ast Kus­hi­hara Hebo Matsuri og er til heiðurs drápsvespun­um. Þar hitt­ist fólk og kepp­ir um hver sé með stærsta vespu­búið og því næst er upp­boð á bú­un­um sem seld eru hæst­bjóðanda. Þátt­tak­end­ur á hátíðinni þurfa all­ir að vera meðvitaðir um hætt­una sem fylg­ir því að hitt­ast á svæðinu, því vespurn­ar geta verið ban­væn­ar fyr­ir önn­ur dýr og menn.
Ann­ars er fólk í land­inu al­mennt beðið um að sleppa því að nota hár­sprey eða glitrandi skart­gripi á vor­in, þar sem hvort tveggja laði dýrið að sér.

Í dag eru yfir 30 veit­ingastaðir sem bjóða upp á þess­ar sér­stöku vesp­ur  á mat­seðlum sín­um og alltaf fleiri og fleiri sem bæt­ast í hóp­inn.

Vespurnar mælast um 6 sentimetrar að stærð.
Vespurn­ar mæl­ast um 6 senti­metr­ar að stærð. mbl.is/​KARLA SALP / Washingt­on State Depart­ment of Agricult­ure
mbl.is/​KARLA SALP / Washingt­on State Depart­ment of Agricult­ure
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert