Uppskrift að frábæru snittubrauði

Það er auðvelt og skemmtilegt að baka snittubrauð.
Það er auðvelt og skemmtilegt að baka snittubrauð. mbl.is/Colourbox

Eitt vinsælasta brauð allra tíma til að bera fram með mat er snittubrauð. Þessi uppskrift er algjört dúndur þar sem brauðið er stökkt að utan en dúnmjúk að innan.

Stökkt að utan – mjúkt að innan

  • 6 dl vatn
  • 550 g tipo-00-hveiti
  • 100 g rúgmjöl
  • 20 g ger
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 tsk. salt

Aðferð:

  1. Leysið vatnið upp í volgu vatni. Bætið því næst salti og olífuolíu saman við ásamt rúgmjöli og hveiti.
  2. Hnoðið vel saman á meðalhraða í 10-15 mínútur. Bætið við hveiti ef deigið byrjar ekki að losa sig frá skálinni eftir 6-8 mínútur.
  3. Skrapið deigið úr hnoðskálinni og setjið í aðra skál sem er mun stærri en deigið sjálft – það þarf að vera pláss fyrir deigið að hefa sig. Passið að smyrja skálina vel með ólífuolíu áður en þú leggur deigið ofan í. Setjið deigið inn í ísskáp í 10-12 tíma, jafnvel lengur.
  4. Veltu nú deiginu úr skálinni á hveitilagt borð og skiptu því upp í 3-4 hluta, allt eftir því hvað þú óskar eftir stóru brauði. Klemmdu deigið létt saman áður en þú byrjar að velta því upp í aflanga „pulsu“.
  5. Stráðu hveiti yfir og leggðu deigið á bökunarpappír á bökunarplötu. Láttu deigið hefast í 45 mínútur á plötunni við stofuhita.
  6. Hitið ofninn í 250°C. Takið fram hrein skæri og klippið munstur í deigið. Bakið í ofni í sirka 15 mínútur, þar til brauðin eru orðin gyllt að lit.
  7. Látið kólna á rist og geymið í pappapoka eða vefjið inn í viskastykki þar til borin fram. Það má vel frysta brauðin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka