Velkomin í græna eldhúsið

Smaragðsgrænt eldhús með viðarpanelum er alveg stórkostlegt.
Smaragðsgrænt eldhús með viðarpanelum er alveg stórkostlegt. mbl.is/Giaime Meloni

Það er svo stórkostlegt að skoða öll þessi eldhús sem finnast þarna úti. Fá innblástur og sjá að það þarf ekki allt að vera svart-hvítt eða ferkantað.

Í Frakklandi hefur íbúð í úthverfi Parísarborgar fengið upplyftingu með grænu eldhúsi og nýjum karakter. Íbúðin er í nýlega uppbyggðu hverfi og er eigandinn ungur myndlistarstjóri sem starfar í tónlistariðnaðinum. Hann keypti íbúðina nánast sem tóma skel og leitaði til arkitektanna hjá Atelier Sagitta til að fá hjálp við innréttingarnar. Einu óskir hans voru að hafa borðkrók í eldhúsinu sem myndi leysa af stærðarinnar borðstofuborð, og losa um pláss í samliggjandi rými.

Útkoman varð smaragðsgrænt eldhús með viðarpanel sem gefur einstaka hlýju og tengist græna litnum vel. Nánast eins og að vera kominn út í skóg! Eldhúsið er opið og geymir allt sem þarf. Við annan endann á eldhúsinu, þar sem gengið er inn í íbúðina, hefur hillum og litlu borði verið komið fyrir til að leggja frá sér lykla og annað dót.

Engar skápahöldur eru á innréttingunni.
Engar skápahöldur eru á innréttingunni. mbl.is/Giaime Meloni
Í þessu eldhúsi er ekkert verið að flækja hlutina - …
Í þessu eldhúsi er ekkert verið að flækja hlutina - og hér er allt sem þarf á einum bletti. mbl.is/Giaime Meloni
Græni liturinn og viðarpanelarnir eru bein tenging í náttúruna.
Græni liturinn og viðarpanelarnir eru bein tenging í náttúruna. mbl.is/Giaime Meloni
Litlum krók í eldhúsinu hefur verið komið fyrir í anddyrinu …
Litlum krók í eldhúsinu hefur verið komið fyrir í anddyrinu á íbúðinni. Hér er hægt að leggja frá sér lykla og annað tilheyrandi dót. mbl.is/Giaime Meloni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka