Ekta ítalskur kjötréttur sem bætir allt

Ítalskir kjötréttir eru þeir allra bestu og þessi er engin …
Ítalskir kjötréttir eru þeir allra bestu og þessi er engin undantekning. mbl.is/Colourbox

Ítalsk­ur kjö­trétt­ur get­ur túlkast sem róm­an­tísk­ur dinner fyr­ir tvo, eða sæl­kera­veisla fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Rétt­ur sem get­ur ein­fald­lega ekki klikkað og ger­ir allt betra.

Ekta ít­alsk­ur kjö­trétt­ur sem bæt­ir allt

Vista Prenta

Ekta ít­alsk­ur kjö­trétt­ur sem bæt­ir allt (fyr­ir 4)

  • 500 g nauta­hakk
  • Salt og pip­ar
  • 1 msk. þurrkað or­egano
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • 20 g par­mes­an
  • 1 dl rasp
  • 1 egg
  • Ólífu­olía til steik­ing­ar

Tóm­atsósa

  • 1 lauk­ur
  • 3 stór hvít­lauksrif
  • 1 msk. ólífu­olía
  • ½ msk. þurrkað or­egano
  • ½ msk. þurrkað basilik­um
  • Salt og pip­ar
  • 2 dós­ir hakkaðir tóm­at­ar
  • 3 dl vatn
  • 1 msk. rauðvín­se­dik

Annað

  • 400 g ferskt pasta
  • 50 g par­mes­an
  • Hand­fylli fersk basilika

Aðferð:

  1. Blandið salti, pip­ar og or­egano sam­an við nauta­hakk í skál. Pressið hvít­lauk­inn sam­an við og rífið par­mes­an-ost­inn yfir – setjið egg og rasp út í hakkið og blandið vel sam­an. Geymið í kæli í 30 mín­út­ur.
  2. Tóm­atsósa: Saxið lauk og hvít­lauk og steikið upp úr olíu á potti. Bætið rest­inni af hrá­efn­un­um sam­an við og látið malla í 10 mín­út­ur. Smakkið til með ed­iki og krydd­um.
  3. Mótið hakkið í litl­ar boll­ur og brúnið á pönnu í olíu á háum hita. Setjið boll­urn­ar út í pott­inn með tóm­at­blönd­unni og látið malla í 10 mín­út­ur þar til eldaðar í gegn.
  4. Sjóðið spaghettí sam­kvæmt leiðbein­ing­um. Berið kjöt­boll­urn­ar fram í tóm­atsósu með nýrifn­um par­mes­an og ferskri basiliku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert